Gróf mismunun öryrkja og aldraðra í kerfi TR Björgvin Guðmundsson skrifar 26. apríl 2018 07:00 Árið 2016 var lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um almannatryggingar. Þar var gert ráð fyrir að afnema svokallaða krónu móti krónu skerðingu, sem aldraðir og öryrkjar höfðu sætt í kerfi almannatrygginga. Þessi skerðing olli öldruðum og öryrkjum mikilli kjaraskerðingu, ef um einhverjar tekjur aðrar en lífeyri var að ræða. Á síðustu stundu, áður en frumvarpið var tekið til afgreiðslu, var sú breyting gerð á því, að strikað var út, að öryrkjar skyldu njóta afnáms krónu móti krónu skerðingar. Hvers vegna? Jú, vegna þess að Öryrkjabandalagið var ekki tilbúið til þess að samþykkja tillögu ríkisstjórnarinnar um starfsgetumat í stað læknisfræðilegs örorkumats. Öryrkjabandalagið taldi sig þurfa lengri tíma til þess að kynna sér starfsgetumat. Misjöfn reynsla er af slíku mati erlendis.Reynt að þvinga ÖBÍ til hlýðni! Lykilmenn í ríkisstjórn á þessum tíma voru Sigurður Ingi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Þau brugðust ókvæða við þegar Öryrkjabandalagið neitaði að samþykkja starfsgetumatið. Reynt var að þvinga öryrkja til hlýðni. En þegar það gekk ekki var gripið til starfsaðferða, sem tíðkuðust í Sovétríkjum kommúnismans: Öryrkjum var stillt upp við vegg og sagt við þá: Ef þið samþykkið ekki starfsgetumatið fáið þið ekki sömu kjarabætur og aldraðir. Krónu móti krónu skerðingin verður þá ekki afnumin hjá ykkur, öryrkjum. Og við þetta stóð ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. Afnám krónu móti krónu skerðingarinnar var strikað út. Því var að vísu lofað, að það yrði leiðrétt fljótlega aftur. En það var svikið. Allir stjórnmálaflokkar hafa lofað að leiðrétta þetta en það hefur verið svikið. Þessi svik, þessi níðingsskapur hefur nú staðið í tæpa 15 mánuði gagnvart öryrkjum. Furðulegt hvað hljótt hefur verið um þessar aðfarir gegn öryrkjum. Gróf mismunun, þvingunaraðgerðir! Hvað var hér að gerast? Hér var að gerast gróf mismunun. Aldraðir og öryrkjar höfðu setið við sama borð í þessu efni. Grunnlífeyrir þeirra var svipaður. Báðir aðilar, aldraðir og öryrkjar, sættu svonefndri krónu móti krónu skerðingu, sem allir voru orðnir sammála um, að þyrfti að afnema. Þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga ákvað að „refsa“ öryrkjum með því að láta þá áfram sæta krónu móti krónu skerðingu var verið að fremja grófa mismunun gagnvart þeim, brjóta mannréttindi á þeim, brjóta stjórnarskrána á þeim. Jafnframt var beitt þvingunaraðgerðum gagnvart öryrkjum; reynt að þvinga þá til hlýðni með því að stilla þeim upp við vegg og taka af þeim kjarabætur, ef þeir samþykktu ekki óskylt mál, starfsgetumat. Enda þótt ég sé ekki lögfræðingur tel ég líklegt, að þessar þvingunaraðgerðir hafi verið hreint lögbrot. Þessi gerræðisvinnubrögð, þessar þvingunaraðgerðir sem minna á vinnubrögð í einræðisríkjum, hafa verið furðulítið gagnrýnd. Það er eins og Íslendingar láti allt yfir sig ganga! Sömu vinnubrögð hjá ríkisstjórn Katrínar! Nýlega tók nýr formaður við í Öryrkjabandalagi Íslands, Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Fljótlega eftir að hún var kosin var hún í viðtali á Hringbraut sjónvarpsstöð hjá Sigmundi Erni. Þar bar kjaramál öryrkja á góma. Þuríður Harpa sagði þá, að stjórnvöld vildu nota kjarabætur til öryrkja (afnám krónu móti krónu skerðingar) sem eins konar skiptimynt gegn því að öryrkjar samþykktu starfsgetumat. Hér var um stórpólitíska yfirlýsingu að ræða. Það er dæmigert, að það þykir engin frétt, að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sé að reyna að þvinga Öryrkjabandalagið til hlýðni í þessu máli. Ríkisstjórnin hefur setið í 4 mánuði og er ekki enn farin að afnema krónu móti krónu skerðinguna gagnvart öryrkjum. Það er vegna þess, að ÖBÍ hefur ekki samþykkt starfsgetumatið. Ríkisstjórnin reynir nú að fara nýjar leiðir í þessu máli; talar um samfélagslega þátttöku öryrkja í stað þess að tala eingöngu um starfsgetumat. Það er reynt að slá ryki í augun á öryrkjum og almenningi með slíkum orðaleppum. Krafan er þessi: Það á strax, eins og lofað hefur verið af öllum flokkum, að afnema krónu móti krónu skerðingu gagnvart öryrkjum. Það hefur dregist í 15 mánuði. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir á að leggja fram frumvarp um þetta mál strax og það á ekki að tengja málið við starfsgetumat eða samfélagslega þátttöku öryrkja. Það er annað mál og það á að fjalla um það sérstaklega. Ekki á að tengja þessi mál saman.Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2016 var lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um almannatryggingar. Þar var gert ráð fyrir að afnema svokallaða krónu móti krónu skerðingu, sem aldraðir og öryrkjar höfðu sætt í kerfi almannatrygginga. Þessi skerðing olli öldruðum og öryrkjum mikilli kjaraskerðingu, ef um einhverjar tekjur aðrar en lífeyri var að ræða. Á síðustu stundu, áður en frumvarpið var tekið til afgreiðslu, var sú breyting gerð á því, að strikað var út, að öryrkjar skyldu njóta afnáms krónu móti krónu skerðingar. Hvers vegna? Jú, vegna þess að Öryrkjabandalagið var ekki tilbúið til þess að samþykkja tillögu ríkisstjórnarinnar um starfsgetumat í stað læknisfræðilegs örorkumats. Öryrkjabandalagið taldi sig þurfa lengri tíma til þess að kynna sér starfsgetumat. Misjöfn reynsla er af slíku mati erlendis.Reynt að þvinga ÖBÍ til hlýðni! Lykilmenn í ríkisstjórn á þessum tíma voru Sigurður Ingi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Þau brugðust ókvæða við þegar Öryrkjabandalagið neitaði að samþykkja starfsgetumatið. Reynt var að þvinga öryrkja til hlýðni. En þegar það gekk ekki var gripið til starfsaðferða, sem tíðkuðust í Sovétríkjum kommúnismans: Öryrkjum var stillt upp við vegg og sagt við þá: Ef þið samþykkið ekki starfsgetumatið fáið þið ekki sömu kjarabætur og aldraðir. Krónu móti krónu skerðingin verður þá ekki afnumin hjá ykkur, öryrkjum. Og við þetta stóð ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. Afnám krónu móti krónu skerðingarinnar var strikað út. Því var að vísu lofað, að það yrði leiðrétt fljótlega aftur. En það var svikið. Allir stjórnmálaflokkar hafa lofað að leiðrétta þetta en það hefur verið svikið. Þessi svik, þessi níðingsskapur hefur nú staðið í tæpa 15 mánuði gagnvart öryrkjum. Furðulegt hvað hljótt hefur verið um þessar aðfarir gegn öryrkjum. Gróf mismunun, þvingunaraðgerðir! Hvað var hér að gerast? Hér var að gerast gróf mismunun. Aldraðir og öryrkjar höfðu setið við sama borð í þessu efni. Grunnlífeyrir þeirra var svipaður. Báðir aðilar, aldraðir og öryrkjar, sættu svonefndri krónu móti krónu skerðingu, sem allir voru orðnir sammála um, að þyrfti að afnema. Þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga ákvað að „refsa“ öryrkjum með því að láta þá áfram sæta krónu móti krónu skerðingu var verið að fremja grófa mismunun gagnvart þeim, brjóta mannréttindi á þeim, brjóta stjórnarskrána á þeim. Jafnframt var beitt þvingunaraðgerðum gagnvart öryrkjum; reynt að þvinga þá til hlýðni með því að stilla þeim upp við vegg og taka af þeim kjarabætur, ef þeir samþykktu ekki óskylt mál, starfsgetumat. Enda þótt ég sé ekki lögfræðingur tel ég líklegt, að þessar þvingunaraðgerðir hafi verið hreint lögbrot. Þessi gerræðisvinnubrögð, þessar þvingunaraðgerðir sem minna á vinnubrögð í einræðisríkjum, hafa verið furðulítið gagnrýnd. Það er eins og Íslendingar láti allt yfir sig ganga! Sömu vinnubrögð hjá ríkisstjórn Katrínar! Nýlega tók nýr formaður við í Öryrkjabandalagi Íslands, Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Fljótlega eftir að hún var kosin var hún í viðtali á Hringbraut sjónvarpsstöð hjá Sigmundi Erni. Þar bar kjaramál öryrkja á góma. Þuríður Harpa sagði þá, að stjórnvöld vildu nota kjarabætur til öryrkja (afnám krónu móti krónu skerðingar) sem eins konar skiptimynt gegn því að öryrkjar samþykktu starfsgetumat. Hér var um stórpólitíska yfirlýsingu að ræða. Það er dæmigert, að það þykir engin frétt, að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sé að reyna að þvinga Öryrkjabandalagið til hlýðni í þessu máli. Ríkisstjórnin hefur setið í 4 mánuði og er ekki enn farin að afnema krónu móti krónu skerðinguna gagnvart öryrkjum. Það er vegna þess, að ÖBÍ hefur ekki samþykkt starfsgetumatið. Ríkisstjórnin reynir nú að fara nýjar leiðir í þessu máli; talar um samfélagslega þátttöku öryrkja í stað þess að tala eingöngu um starfsgetumat. Það er reynt að slá ryki í augun á öryrkjum og almenningi með slíkum orðaleppum. Krafan er þessi: Það á strax, eins og lofað hefur verið af öllum flokkum, að afnema krónu móti krónu skerðingu gagnvart öryrkjum. Það hefur dregist í 15 mánuði. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir á að leggja fram frumvarp um þetta mál strax og það á ekki að tengja málið við starfsgetumat eða samfélagslega þátttöku öryrkja. Það er annað mál og það á að fjalla um það sérstaklega. Ekki á að tengja þessi mál saman.Höfundur er viðskiptafræðingur
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun