Enski boltinn

Kane fær markið gegn Stoke skráð á sig | Salah trúir því varla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kane er hér að skora markið sem hefur verið skráð á hann.
Kane er hér að skora markið sem hefur verið skráð á hann. vísir/getty
Áfrýjun Harry Kane um seinna mark Tottenham gegn Stoke City bar árangur því enska knattspyrnusambandið er búið að skrá markið á hann.

Christian Eriksen tók aukaspyrnu inn í teiginn sem endaði í netinu. Erfitt var að sjá einhverja snertingu frá Kane í markinu.

Kane fagnaði þó markinu og sagði að boltinn hefði komið við öxlina á sér. Gríðarlega erfitt var að sjá þá snertingu ef það er hægt yfir höfuð.





Markið var upprunalega skráð á Eriksen en Kane áfrýjaði skráningunni og hafði sitt fram. Markið verður skráð á hann.

Kane er í harðri baráttu við Mo Salah hjá Liverpool um markakóngstitilinn á Englandi og eins og sjá má hér að ofan var Salah ekki hrifinn af þessum tíðindum áðan.

Salah er enn markahæstur í deildinni með 29 mörk en Kane er nú kominn með 25.


Tengdar fréttir

Kane: Ég á þetta mark

Harry Kane, leikmaður Tottenham, virðist vera staðráðinn í því að fá seinna mark Tottenham gegn Stoke í dag skráð á sig en mikill vafi liggur á því hvort að hann eða Christian Eriksen eigi markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×