Enski boltinn

Kompany horfði á leikinn með stuðningsmanni United: „Frábær dagur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kompany með titilinn er City varð meistari síðast.
Kompany með titilinn er City varð meistari síðast. vísir/afp
Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, segir að fyrsti titillinn sem hann vann í ensku úrvalsdeildinni hafi verið sá sætasti en City varð meistari í sófanum í dag. Kompany horfði á United leikinn með fjölskyldumeðlim sem heldur með United.

„Ég hafði einhverja tilfinningu þegar ég vaknaði í morgun. Mér líkar ekki að bíða og sjá lið tapa svo þetta var öðruvísi tilfinning í dag. West Brom er gott lið og eiga ekki skilið að vera svona neðarlega,” sagði Kompany.

Kompany horfði á leikinn með fjölskyldu sinni en meðal þeirra sem horfðu á leikinn með Belganum var einn fjölskyldumeðlimur sem heldur með grönnunum í United.

„Þetta sýnir hversu fótboltinn er lifandi í Manchester-borg og við höfum United og City stuðningsmenn í fjölskyldunni en í dag var þetta dagur þeirra bláu. Þetta er djók (e. banter). Þetta er frábær dagur.”

„Þú getur ekki tekið gullmedalíunni sem sjálfsögðum hlut. Ég hef nú þegar unnið hana þrisvar en það eru margar sem við höfum misst af. Minn uppáhalds er sá fyrsti. Hann var sérstakur.”

Áður en Kompany fór að hitta strákana í City-liðinu var hann aðspurður út í stjórann Pep Guardiola og hrósaði honum all hressilega.

„Ég hef lært af honum. Þegar ég var tvítugur hefði ég verið fullkomni leikmaðurinn fyrir hann. Allir sem spila undir hans stjórn munu ná árangri því hann getur náð fram því besta úr þér,” sagði Kompany.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×