Salah: Mér er alveg sama um allt annað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2018 09:00 Mohamed Salah. Vísir/Getty Mohamed Salah á möguleika á að vinna til margra einstaklingsverðlauna í vor og setja nokkur met á þessu tímabili. Það er samt aðeins eitt sem skiptir hann mestu máli og það er að vinna Meistaradeildina. Blaðamaður Telegraph sagði ensku miðlana hafa fengið sjaldgæft viðtal við egypska framherjann eftir að hann hafði skorað eitt marka Liverpool í 3-0 sigri á Bournemouth um helgina. „Ég vil bara vinna Meistaradeildina, mér er sama um allt annað,“ sagði Mohamed Salah eftir að hann hafði skorað 40. mark sitt fyrir Liverpool á tímabilinu. „Ef ég þyrfti að velja á milli Meistaradeildarinnar og einstaklingsverðlauna eins og gullskóinn þá myndi ég auðvitað velja Meistaradeildina,“ sagði Mohamed Salah og bætti við: „Það væri risastórt fyrir alla ef við næðum að vinna Meistaradeildina,“ sagði Salah.Mohamed Salah's target is the Champions League for Liverpool - 'I don't care about the rest' https://t.co/GcoeCvFhd5 — Telegraph Football (@TeleFootball) April 15, 2018 Blaðmennirnir gengu samt á Egyptan og spurði hann út í markasýningu hans á fyrsta tímabilinu á Anfield. „Það skipti mig samt miklu máli að vera búinn að ná 40 mörkum og það er frábær tilfinning að vera aðeins þriðji Liverpool maðurinn sem nær því,“ sagði Salah en hinir eru Ian Rush og Roger Hunt. Ian Rush á metið á einu tímabili sem eru 47 mörk tímabilið 1983-84. Rush náði því í 65 leikjum en Mohamed Salah getur mest spilað 52 leiki. „Ég er kominn nálægt því, þetta eru bara sjö mörk. Sjáum til. Ég veit ekki hversu marga leiki ég fæ, en það eru eftir leikir í ensku deildinni og svo undanúrslitin í Meistaradeildinni. Öll mörkin mín, eru eins og annarra í liðinu, til að hjálpa liðinu,“ sagði Mohamed Salah. Salah vildi ekkert tjá sig um það að Harry Kane hafi fengið skráð á sig markið á móti Stoke. „Ég vil ekkert segja um það. Þeir ákváðu að þetta var hans mark og þá er þessu máli bara lokið,“ sagði Salah. „Auðvitað er ég samt að hugsa um möguleikann á því að vinna gullskóinn. Þið sjáið það líka hjá liðinu því allir eru að reyna að koma boltanum til mín. Ég er viss um að Tottenham leikmennirnir séu líka að reyna að hjálpa Harry Kane og leikmenn Manchester City eru að reyna að hjálpa Sergio Aguero,“ sagði Salah. Enski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Fleiri fréttir Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Sjá meira
Mohamed Salah á möguleika á að vinna til margra einstaklingsverðlauna í vor og setja nokkur met á þessu tímabili. Það er samt aðeins eitt sem skiptir hann mestu máli og það er að vinna Meistaradeildina. Blaðamaður Telegraph sagði ensku miðlana hafa fengið sjaldgæft viðtal við egypska framherjann eftir að hann hafði skorað eitt marka Liverpool í 3-0 sigri á Bournemouth um helgina. „Ég vil bara vinna Meistaradeildina, mér er sama um allt annað,“ sagði Mohamed Salah eftir að hann hafði skorað 40. mark sitt fyrir Liverpool á tímabilinu. „Ef ég þyrfti að velja á milli Meistaradeildarinnar og einstaklingsverðlauna eins og gullskóinn þá myndi ég auðvitað velja Meistaradeildina,“ sagði Mohamed Salah og bætti við: „Það væri risastórt fyrir alla ef við næðum að vinna Meistaradeildina,“ sagði Salah.Mohamed Salah's target is the Champions League for Liverpool - 'I don't care about the rest' https://t.co/GcoeCvFhd5 — Telegraph Football (@TeleFootball) April 15, 2018 Blaðmennirnir gengu samt á Egyptan og spurði hann út í markasýningu hans á fyrsta tímabilinu á Anfield. „Það skipti mig samt miklu máli að vera búinn að ná 40 mörkum og það er frábær tilfinning að vera aðeins þriðji Liverpool maðurinn sem nær því,“ sagði Salah en hinir eru Ian Rush og Roger Hunt. Ian Rush á metið á einu tímabili sem eru 47 mörk tímabilið 1983-84. Rush náði því í 65 leikjum en Mohamed Salah getur mest spilað 52 leiki. „Ég er kominn nálægt því, þetta eru bara sjö mörk. Sjáum til. Ég veit ekki hversu marga leiki ég fæ, en það eru eftir leikir í ensku deildinni og svo undanúrslitin í Meistaradeildinni. Öll mörkin mín, eru eins og annarra í liðinu, til að hjálpa liðinu,“ sagði Mohamed Salah. Salah vildi ekkert tjá sig um það að Harry Kane hafi fengið skráð á sig markið á móti Stoke. „Ég vil ekkert segja um það. Þeir ákváðu að þetta var hans mark og þá er þessu máli bara lokið,“ sagði Salah. „Auðvitað er ég samt að hugsa um möguleikann á því að vinna gullskóinn. Þið sjáið það líka hjá liðinu því allir eru að reyna að koma boltanum til mín. Ég er viss um að Tottenham leikmennirnir séu líka að reyna að hjálpa Harry Kane og leikmenn Manchester City eru að reyna að hjálpa Sergio Aguero,“ sagði Salah.
Enski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Fleiri fréttir Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Sjá meira