Innlent

Árstíð sinubruna stendur yfir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá aðgerðum slökkviliðs um klukkan 16:45 í dag.
Frá aðgerðum slökkviliðs um klukkan 16:45 í dag. Vísir/Tótla
Einn slökkviliðsbíll var kallaður út á Laugarnestanga á fimmta tímanum í dag vegna sinubruna. Síðast í gær var slökkvilið kallað út á Sæbraut við Kirkjusand vegna sinubruna og ekki er langt síðan slökkva þurfti eld í hól við Háteigsveg af sömu völdum.

Fulltrúi slökkvliðs tjáði blaðamanni að nú væri árstíð sinubruna. Hann reiknaði ekki með því að aðgerðir á Laugarnestanga tækju langan tíma. Um minniháttar bruna væri að ræða.

Loka þurfti fyrir umferð um Sæbraut í gær vegna reyks af völdum sinubruna.Vísir/Andri Marinó
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá aðgerðum slökkviliðsins í dag.

Vísir/Sigurjón
Vísir/Sigurjón
Vísir/Sigurjón

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×