Enski boltinn

Pogba boðinn til PSG og United sagt tilbúið að selja en hann vill ekki fara

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Framtíð Pauls Pogba er í uppnámi.
Framtíð Pauls Pogba er í uppnámi. Vísir/Getty
Paul Pogba hefur ekki átt sjö dagana sæla á Old Trafford þessa leiktíðina en stormasamband samband hans og knattspyrnustjórans José Mourinho hefur verið mikið í fréttum.

Eftir frábæra frammistöðu í Manchester-slagnum fyrir rúmum tæpum vikum var hann ekki góður í tapleik á móti botnliði WBA um síðustu helgi og gæti farið svo að hann verði á varamannabekknum gegn Tottenham í undanúrslitum bikarsins um næstu helgi.

Ensku blöðin komast ekki í gegnum daginn án þess að skrifa eitthvað um framtíð Pogba og í dag segir götublaðið The Sunf rá því að franski miðjumaðurinn sé enn þá ofarlega á óskalista spænska stórveldisins Real Madrid.

Í fréttinni kemur þó fram að Pogba vilji ólmur vera áfram á Old Trafford þrátt fyrir slæmt samband við Mourinho en hann vill ekki yfirgefa Old Trafford öðru sinni. Ungur kom hann til Manchester United en Sir Alex Ferguson seldi hann til Juventus áður en að hann var keyptur aftur fyrir fúlgur fjár.

Daily Mail greinir frá því í dag að Mino Raiola, ofurumboðsmaðurinn sem er með Frakkann á sínum snærum, hafi boðið Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain að kaupa landsliðsinsmann og að United sé tilbúið til að selja hann.

Paul Pogba er búinn að skora fimm mörk og gefa níu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hann komst ekki á blað í neinni annarri keppni. Síðasti séns United á titli á leiktíðinni er enski bikarinn.


Tengdar fréttir

Þeir sem spiluðu illa gegn WBA fá ekki séns gegn Spurs

Þeir leikmenn sem stóðu sig ekki nógu vel í tapi Manchester United gegn West Bromwich Albion um helgina fá ekki að spila í undanúrslitum enska bikarsins. Þetta sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×