Innlent

Yfir tvö þúsund börn völdu uppáhalds menningarviðburði

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Alls tóku yfir tvöþúsund börn þátt í að velja besta menningarviðburðinn á árinu 2017.
Alls tóku yfir tvöþúsund börn þátt í að velja besta menningarviðburðinn á árinu 2017. Mynd frá SÖGUR
Íslenskum börnum á aldrinum 6-12 hefur undanfarið gefist kostur á að kjósa um allt það sem þeim finnst standa uppúr í menningarlífinu hér á landi á árinu 2017. Alls tóku yfir tvöþúsund börn þátt í kosningunni sem er lokið. 

Verðlaun verða svo veitt fyrir tónlist, leiklist, sjónvarp og síðast en ekki síst barnabókmenntir á verðlaunahátíð barnanna sem nefnist Sögur  í Eldborg í Hörpu sunnudaginn 22. apríl kl. 19.30. Þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin en hún er í anda í anda  Kids’ Choice Awards verðlaunanna.

Á hátíðinni verður einnig afhentur Sögusteinninn, heiðursverðlaun IBBY, auk þess sem ungir rithöfundar, leikskáld og kvikmyndagerðarmenn hljóta verðlaun.

Frítt er inn á hátíðina en hægt er að tryggja sér miða inni á harpa.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×