Viðskipti innlent

Leiguverð hækkar meira en íbúðaverð í mars

Birgir Olgeirsson skrifar
Upp úr miðju ári 2016 fór fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu að hækka hraðar en leiguverð en nú hefur hægt á íbúðaverðshækkunum.
Upp úr miðju ári 2016 fór fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu að hækka hraðar en leiguverð en nú hefur hægt á íbúðaverðshækkunum. Vísir
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1 prósent í mars á sama tíma og fasteignaverð lækkaði um 0,1 prósent.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði en þar segir að árshækkun leiguverðs, samkvæmt þinglýstum leigusamningum, nemi nú 10 prósentum og er í fyrsta skipti síðan í nóvember 2014 meiri en árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, sem mælist nú 7,7 prósent.

Upp úr miðju ári 2016 fór fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu að hækka hraðar en leiguverð en nú hefur hægt á íbúðaverðshækkunum. Í tilkynningunni kemur fram að of snemmt sé að segja til um hvert leiguverð stefni næstu misseri, en flestir eru sammála um að aukin ró sé að færast yfir húsnæðismarkaðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×