Fótbolti

Albert fékk hálftíma með aðalliði PSV

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Albert fagnar marki fyrr á leiktíðinni.
Albert fagnar marki fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
PSV gerði jafntefli í sínum fyrsta leik í hollensku úrvalsdeildinni eftir að hafa tryggt sér Hollandsmeistaratitilinn um síðustu helgi. Albert Guðmundsson kom inn sem varamaður í seinni hálfleik.

Albert hefur lítið fengið að sanna sig með aðalliðinu í vetur þrátt fyrir að hafa spilað frábærlega með varaliðinu. Hann fékk þó tæpan hálftíma í dag, en hann kom inn fyrir Mauro Junior á 66. mínútu.

Staðan var 2-1 heimamönnum í Roda í vil þegar Albert kom inn á, Simon Gustafson hafði komið Roda yfir aðeins mínútu áður. Jorrit Hendrix tryggði PSV stig út úr leiknum með jöfnunarmarki á 86. mínútu eftir stoðsendingu Gaston Pereiro.

PSV er eins og áður sagði í fyrsta sæti deildarinnar, með 81 stig eftir 32 leiki. Roda er hins vegar í fallbaráttu og þurfti á stigi að halda úr leiknum í kvöld.


Tengdar fréttir

Þarf meiri spiltíma á næstunni

Albert Guðmundsson varð hollenskur meistari með liði sínu, PSV Eindhoven, um síðustu helgi. Albert er sáttur hjá liðinu en telur sig þurfa að spila meira með aðalliðinu.

PSV meistarar í Hollandi

PSV varð í dag hollenskur meistari þegar liðið hafði betur gegn erkifjendum sínum í Ajax




Fleiri fréttir

Sjá meira


×