Golf

Fólki hent af vellinum á Masters sem öskrar "Dilly dilly“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er alltaf vinsælt að reyna að stela athyglinni eftir að Tiger er búinn að slá.
Það er alltaf vinsælt að reyna að stela athyglinni eftir að Tiger er búinn að slá. vísir/getty

Áhorfendur á Masters þurfa að vanda orðaval sitt sérstaklega vel því annars eiga þeir það á hættu að vera vísað af Augusta-golfvellinum.

Það er nýdottið í tísku að öskra „Dilly dilly“ sem er nýr frasi sem Bud light bjórinn hefur verið að vinna með í auglýsingum og slegið hefur í gegn. Dilly dilly er þá sagt í stað þess að segja „cheers“ eða skál. Dæmi um Dilly dilly auglýsingu má sjá hér að neðan.Einhverjir áhorfendur fóru að nota þennan frasa strax á æfingahringjum kylfinganna. Það fór fyrir brjóstið á skipuleggjendum sem vilja ekki þennan bjórfrasa inn á gölfvöllinn.

Eins og sjá má hér að neðan þá fékk Bud Light fullkomna auglýsingu er áhorfandi öskraði Dilly dilly og kúlan stoppaði svo rétt hjá Bud light flöskum.Það hefur nú lekið út að skipuleggjendur Masters ætli að taka hart á þessu og hreinlega vísa fólki af vellinum sem öskrar Dilly dilly.

Bud light er augljóslega að elska þessa fríu auglýsingu og hefur brugðist við nýjustu tíðindum með því að senda boli til Augusta. Spurning hvort þeir verði gerðir upptækir?Fyrir um fimm árum síðan sögðum við á Vísi ykkur frá stórskemmtilegum áhorfanda sem fór mikinn á golfvellinum. Sá öskraði alltaf eitthvað matartengt eftir högg. Mashed potatoes og ham and cheese urðu þó frægustu frasarnir eins og heyra má í þessum frábæru innslögum hér að neðan. Þessi meistari má gjarna láta sjá sig á Augusta.


Tengdar fréttir

Tiger: Bilun að ég sé að spila á Masters

Tiger Woods segir að það sé einfaldlega bilun að hann sé að spila á Masters í ár og hvað þá að hann sé með sigurstranglegri mönnum. Fyrir ári síðan gat hann varla setið í matarboði meistaranna.

Fornir fjendur æfa saman í dag

Gömlu keppinautarnir Tiger Woods og Phil Mickelson munu væntanlega æfa saman á Augusta í dag en aðeins eru tveir dagar í að Masters-mótið hefjist þar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.