Innlent

Kim sagður vægðarlaus en skynsamur

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Rannsóknarnefnd breska þingsins í málefnum Norður-Kóreu lýsir Kim Jong-un á þann hátt að hann sé vægðarlaus, en skynsamur.
Rannsóknarnefnd breska þingsins í málefnum Norður-Kóreu lýsir Kim Jong-un á þann hátt að hann sé vægðarlaus, en skynsamur. Vísir/Getty
Rannsóknarnefnd breska þingsins í málefnum Norður-Kóreu segir að innan nokkurra mánaða muni landið verða búið að koma sér upp nægilega fullkominni eldflaug til að draga alla leið til Bretlands.

Hins vegar sé ekkert sem bendi til þess að Norður-Kóreumenn hafi getuna til að festa kjarnaodd á slíka flaug, sem er mun flóknara mál en sjálf flaugin. 

Þingmennirnir, sem hafa verið að meta hættuna sem stafar frá Norður-Kóreu, bættu því við í skýrslu sinni að það sé afar ólíklegt að landið myndi láta til skarar skríða gegn Bretum. Þá lýstu þeir leiðtoganum Kim Jong-un á þann hátt að hann sé vægðarlaus, en skynsamur.


Tengdar fréttir

Kim Jong-un djúpt snortinn yfir suður-kóreskum söngatriðum

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, var í áhorfendasalnum þegar söngvarar frá Suður-Kóreu stigu á svið í Pyongyang. Þetta er í fyrsta skipti sem leiðtogi norðursins mætir á viðburð sem haldinn er af suður-kóreskum listamönnum.

Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn

Fyrsta heimsókn einræðisherra Norður-Kóreu var til Kína. Kim sagði ástandið á Kóreuskaga fara batnandi. Sagður koma sér fyrir undir verndarvæng Kínverja. Kínverjar segja fundinn marka kaflaskil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×