Nýsköpunarlögin þurfa að skila meiri árangri Erlendur Steinn Guðnason skrifar 9. apríl 2018 07:00 Öll fyrirtæki þurfa aðgengi að fjármagni til að hrinda hugmyndum í framkvæmd og skapa verðmæti. Fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja hér á landi hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum og nú síðast árið 2016 þegar nýsköpunarlögin tóku gildi. Meðal nýjunga í lögunum var skattafrádráttur upp á 19-23% til einstaklinga sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Solid Clouds sem framleiðir herkænskuleikinn Starborne, tilkynnti nýverið að fjárfestar hefðu lagt félaginu til 270 milljónir króna á árinu 2017 sem nýttar verða til að koma leik félagsins á markað. Um 83 milljónir króna komu frá einstaklingum sem nýttu sér skattafrádráttinn. Betur má ef duga skal Eins og þetta dæmi sýnir voru nýsköpunarlögin mikið framfaraspor fyrir íslenskt frumkvöðlaumhverfi og tækniiðnað hér á landi. En betur má ef duga skal og eru mikil tækifæri fólgin í því að sníða vankanta af löggjöfinni og þar með efla nýsköpunarumhverfið hér á landi til muna. Til að mynda geta starfsmenn, stjórnarmenn og aðilar þeim tengdir ekki nýtt sér skattafrádráttinn. Þá eru einnig þröng skilyrði í lögunum um stærðarmörk fyrirtækja sem geta nýtt sér ákvæði þeirra. Endurspeglast þetta í því að einungis fimm fyrirtæki hafa verið samþykkt af RSK vegna mögulegrar nýtingar á skattaafslættinum. Samtök sprotafyrirtækja leggja til að horft verði til annarra landa þegar kemur að endurskoðun á þessu lagaákvæði og fjármögnunarumhverfinu almennt. Kerfið í Bretlandi fær hæstu einkunn í skýrslu sem unnin var á vegum Evrópusambandsins en þar fá einstaklingar sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum margvíslegar skattaívilnanir. Hefur þetta skilað sér í mikilli aukningu á fjárfestingum í breskum fyrirtækjum. Samtök sprotafyrirtækja hvetja því íslensk stjórnvöld til að efla ákvæði nýsköpunarlaganna, sem sannarlega hafa skilað árangri, enn frekar svo fleiri fyrirtæki geti komið spennandi verkefnum í framkvæmd.Höfundur er formaður Samtaka sprotafyrirtækja, SSP Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Öll fyrirtæki þurfa aðgengi að fjármagni til að hrinda hugmyndum í framkvæmd og skapa verðmæti. Fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja hér á landi hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum og nú síðast árið 2016 þegar nýsköpunarlögin tóku gildi. Meðal nýjunga í lögunum var skattafrádráttur upp á 19-23% til einstaklinga sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Solid Clouds sem framleiðir herkænskuleikinn Starborne, tilkynnti nýverið að fjárfestar hefðu lagt félaginu til 270 milljónir króna á árinu 2017 sem nýttar verða til að koma leik félagsins á markað. Um 83 milljónir króna komu frá einstaklingum sem nýttu sér skattafrádráttinn. Betur má ef duga skal Eins og þetta dæmi sýnir voru nýsköpunarlögin mikið framfaraspor fyrir íslenskt frumkvöðlaumhverfi og tækniiðnað hér á landi. En betur má ef duga skal og eru mikil tækifæri fólgin í því að sníða vankanta af löggjöfinni og þar með efla nýsköpunarumhverfið hér á landi til muna. Til að mynda geta starfsmenn, stjórnarmenn og aðilar þeim tengdir ekki nýtt sér skattafrádráttinn. Þá eru einnig þröng skilyrði í lögunum um stærðarmörk fyrirtækja sem geta nýtt sér ákvæði þeirra. Endurspeglast þetta í því að einungis fimm fyrirtæki hafa verið samþykkt af RSK vegna mögulegrar nýtingar á skattaafslættinum. Samtök sprotafyrirtækja leggja til að horft verði til annarra landa þegar kemur að endurskoðun á þessu lagaákvæði og fjármögnunarumhverfinu almennt. Kerfið í Bretlandi fær hæstu einkunn í skýrslu sem unnin var á vegum Evrópusambandsins en þar fá einstaklingar sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum margvíslegar skattaívilnanir. Hefur þetta skilað sér í mikilli aukningu á fjárfestingum í breskum fyrirtækjum. Samtök sprotafyrirtækja hvetja því íslensk stjórnvöld til að efla ákvæði nýsköpunarlaganna, sem sannarlega hafa skilað árangri, enn frekar svo fleiri fyrirtæki geti komið spennandi verkefnum í framkvæmd.Höfundur er formaður Samtaka sprotafyrirtækja, SSP
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun