Nýsköpunarlögin þurfa að skila meiri árangri Erlendur Steinn Guðnason skrifar 9. apríl 2018 07:00 Öll fyrirtæki þurfa aðgengi að fjármagni til að hrinda hugmyndum í framkvæmd og skapa verðmæti. Fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja hér á landi hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum og nú síðast árið 2016 þegar nýsköpunarlögin tóku gildi. Meðal nýjunga í lögunum var skattafrádráttur upp á 19-23% til einstaklinga sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Solid Clouds sem framleiðir herkænskuleikinn Starborne, tilkynnti nýverið að fjárfestar hefðu lagt félaginu til 270 milljónir króna á árinu 2017 sem nýttar verða til að koma leik félagsins á markað. Um 83 milljónir króna komu frá einstaklingum sem nýttu sér skattafrádráttinn. Betur má ef duga skal Eins og þetta dæmi sýnir voru nýsköpunarlögin mikið framfaraspor fyrir íslenskt frumkvöðlaumhverfi og tækniiðnað hér á landi. En betur má ef duga skal og eru mikil tækifæri fólgin í því að sníða vankanta af löggjöfinni og þar með efla nýsköpunarumhverfið hér á landi til muna. Til að mynda geta starfsmenn, stjórnarmenn og aðilar þeim tengdir ekki nýtt sér skattafrádráttinn. Þá eru einnig þröng skilyrði í lögunum um stærðarmörk fyrirtækja sem geta nýtt sér ákvæði þeirra. Endurspeglast þetta í því að einungis fimm fyrirtæki hafa verið samþykkt af RSK vegna mögulegrar nýtingar á skattaafslættinum. Samtök sprotafyrirtækja leggja til að horft verði til annarra landa þegar kemur að endurskoðun á þessu lagaákvæði og fjármögnunarumhverfinu almennt. Kerfið í Bretlandi fær hæstu einkunn í skýrslu sem unnin var á vegum Evrópusambandsins en þar fá einstaklingar sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum margvíslegar skattaívilnanir. Hefur þetta skilað sér í mikilli aukningu á fjárfestingum í breskum fyrirtækjum. Samtök sprotafyrirtækja hvetja því íslensk stjórnvöld til að efla ákvæði nýsköpunarlaganna, sem sannarlega hafa skilað árangri, enn frekar svo fleiri fyrirtæki geti komið spennandi verkefnum í framkvæmd.Höfundur er formaður Samtaka sprotafyrirtækja, SSP Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Öll fyrirtæki þurfa aðgengi að fjármagni til að hrinda hugmyndum í framkvæmd og skapa verðmæti. Fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja hér á landi hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum og nú síðast árið 2016 þegar nýsköpunarlögin tóku gildi. Meðal nýjunga í lögunum var skattafrádráttur upp á 19-23% til einstaklinga sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Solid Clouds sem framleiðir herkænskuleikinn Starborne, tilkynnti nýverið að fjárfestar hefðu lagt félaginu til 270 milljónir króna á árinu 2017 sem nýttar verða til að koma leik félagsins á markað. Um 83 milljónir króna komu frá einstaklingum sem nýttu sér skattafrádráttinn. Betur má ef duga skal Eins og þetta dæmi sýnir voru nýsköpunarlögin mikið framfaraspor fyrir íslenskt frumkvöðlaumhverfi og tækniiðnað hér á landi. En betur má ef duga skal og eru mikil tækifæri fólgin í því að sníða vankanta af löggjöfinni og þar með efla nýsköpunarumhverfið hér á landi til muna. Til að mynda geta starfsmenn, stjórnarmenn og aðilar þeim tengdir ekki nýtt sér skattafrádráttinn. Þá eru einnig þröng skilyrði í lögunum um stærðarmörk fyrirtækja sem geta nýtt sér ákvæði þeirra. Endurspeglast þetta í því að einungis fimm fyrirtæki hafa verið samþykkt af RSK vegna mögulegrar nýtingar á skattaafslættinum. Samtök sprotafyrirtækja leggja til að horft verði til annarra landa þegar kemur að endurskoðun á þessu lagaákvæði og fjármögnunarumhverfinu almennt. Kerfið í Bretlandi fær hæstu einkunn í skýrslu sem unnin var á vegum Evrópusambandsins en þar fá einstaklingar sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum margvíslegar skattaívilnanir. Hefur þetta skilað sér í mikilli aukningu á fjárfestingum í breskum fyrirtækjum. Samtök sprotafyrirtækja hvetja því íslensk stjórnvöld til að efla ákvæði nýsköpunarlaganna, sem sannarlega hafa skilað árangri, enn frekar svo fleiri fyrirtæki geti komið spennandi verkefnum í framkvæmd.Höfundur er formaður Samtaka sprotafyrirtækja, SSP
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun