Handbolti

Guðmundur: Auðvitað kom mér þetta á óvart

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að frammistaða Íslands á æfingarmóti í Noregi yfir helgina hafi verið framar vonum.

Ísland tapaði öllum leikjum sínum í mótinu en þrátt fyrir það var Guðmundur sáttur og þá helst við ungu drengina sem fengu margir hverjir eldskírn sína á mótinu um helgina.

„Öll útilínan, það er að segja hægri skytta, miðjumaður og vinstri skytta gegn Frökkum í gær, sem báru upp leikinn gegn Frökkum, þar var meðalaldurinn nítján ár,” sagði landsliðsþjálfarinn í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Auðvitað kom þetta mér á óvart hversu vel þetta gekk og það sem ég er mest ánægðastur með er spilamennskan; bæði vörn og sókn.”

„Danska pressan hrósaði okkur mikið og við sáum það sjálfir og vorum stoltir af því. Við vorum að máta okkur við þrjú af bestu liðum heims.

Guðmundur sagði þegar að hann tæki við að það tæki þrjú ár að byggja upp virkilega öflugt lið með þessum drengjum og hann segir að það sé enn áætlunin.

„Þetta tekur þrjú ár að byggja upp lið á heimsmælikvarða en efniviðurinn er fyrir hendi. Ég var sannfærður þá og ég sannfærðist um það í þessari ferð.”

Allt innslagið má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan þar sem Guðmundur ræðir meðal annars um umspilsleikina sem framundan eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×