Viðskipti innlent

78 milljarða samdráttur lána

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íbúðalánasjóður er til húsa í Borgartúni.
Íbúðalánasjóður er til húsa í Borgartúni. Íbúðalánasjóður
1.366 milljóna króna afgangur var á rekstri Íbúðalánasjóðs í fyrra. Eiginfjárhlutfall sjóðsins er nú 8,5 prósent en langtímamarkmið sjóðsins er að hlutfallið sé yfir 5 prósentum. Eigið fé Íbúða­lánasjóðs í lok síðasta árs var 24,9 milljarðar króna en var 23,5 milljarðar árið áður. Heildareignir sjóðsins nema 762 milljörðum og heildarskuldir 737 milljörðum.

Í lok ársins voru útlán sjóðsins 500 milljarðar króna og höfðu dregist saman um 78 milljarða króna frá árinu 2016. Skýrist minnkun lánasafnsins af stórauknum uppgreiðslum, afskriftum og ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán hjá sjóðnum. Uppgreiðslur frá viðskiptavinum skýrast að stórum hluta af aukinni sókn lífeyrissjóða inn á lánamarkaðinn.




Tengdar fréttir

Húsnæðisbætur færast til Íbúðalánasjóðs

Frá og með 1. janúar 2018 færist umsjón og greiðsla húsnæðisbóta frá Vinnumálastofnun til Íbúðalánasjóðs. Fyrirkomulag bótanna helst þó áfram óbreytt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×