Viðskipti erlent

Markaðir óttast viðskiptastríð milli Kína og Bandaríkjanna vegna refsitolla Trump

Kjartan Kjartansson skrifar
Trump skrifaði undir minnisblað um refsitollana gegn Kína í Hvíta húsinu í dag.
Trump skrifaði undir minnisblað um refsitollana gegn Kína í Hvíta húsinu í dag. Vísir/AFP

Hlutabréf á helstu mörkuðum heims hafa fallið í verðri í dag vegna ótta fjárfesta við að viðskiptastríð brjótist út á milli tveggja stærstu hagkerfa heims eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um harðar refsiaðgerðir gegn Kínverjum.

Trump tilkynnti í dag um refsitolla á innflutningsvörur frá Kína upp á fimmtíu til sextíu milljarða dollara og takmarkanir á fjárfestingum Kínverja í Bandaríkjunum. Aðgerðirnar eru refsing fyrir það sem Bandaríkjamenn segja að séu áframhaldandi iðnaðarnjósnir og hugverkaþjófnaður Kínverja.

Kínversk stjórnvöld hafa sagst reiðubúin að svara refsitollunum með „nauðsynlegum aðgerðum“. Yfir þúsund vörur eru á lista Hvíta hússins sem refsitollar verða lagðir á, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Verð bréfa í stórum útflutningsfyrirtækjum lækkaði mest á mörkuðum í dag. Þannig féllu hlutabréf í Boeing-flugvélaframleiðandanum og Caterpillar-vinnuvélaframleiðandanum um fimm prósentustig í dag, að því er segir í frétt New York Times.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um rúm 723 stig í dag, tæp þrjú prósentustig, samkvæmt frétt Reuters. Allar stærstu hlutabréfavísitölur á Wall Street urðu fyrir mestu lækkun í prósentustigum í sex vikur í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.