Erlent

Reyna að minnka yfirvinnu ríkisstarfsmanna

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Opinberir starfsmenn í landinu vinna um þúsund klukkustundum meira á ári en meðaltalið í iðnvædda hluta heimsins.
Opinberir starfsmenn í landinu vinna um þúsund klukkustundum meira á ári en meðaltalið í iðnvædda hluta heimsins. Vísir/Getty
Stjórnvöld í Suður Kóreu hafa kynnt nýstárlega leið til þess að fá ríkisstarfsmenn til að minnka yfirvinnu, en hún er sú að frá klukkan átta á kvöldin á föstudögum frá og með næstu viku verður slökkt á tölvum ríkisstofnana. Og þegar líður á árið verður slökkt á tölvunum klukkan sjö á föstudagskvöldum.

Opinberir starfsmenn í landinu vinna um þúsund klukkustundum meira á ári en meðaltalið í iðnvædda hluta heimsins, eða um 2739 stundir á ári. Það leggur sig út á fimmtíu og tvær vinnustundir á viku, allan ársins hring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×