Heimsstyrjaldarhorfur Þórarinn Hjartarson skrifar 23. mars 2018 10:36 Stríðstrommudrunur og óhugnaður í loftinu. Eftir dularfulla morðtilraun á rússneskum gagnnjósnara blæs Theresa May í herlúðra, segir þetta vera «efnaárás gegn Bretlandi» sem Rússar «að öllum líkindum» standi á bak við, vísar úr landi rússneskum diplómötum og heimtar harðari refsiaðgerðir gegn Pútín. Engin sönnunargögn. En Bandaríkin, Frakkar og Þjóðverjar biðja ekki um sönnunargögn heldur fordæma Rússa sameiginlega. Og Guðlaugur Þór segist «standa með vestrænum vinaþjóðum». Þetta sýnist vera leikrit, sviðsett í stríðsæsingaskyni. Skripal-málið rímar fullkomlega við «Russiagate» í Bandaríkjunum. Neyðarlega lítið kom vissulega út úr svokallaðri Rússarannsókn í Washington, á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016. Þrettán vesæl rússnesk nettröll ákærð fyrir «upplýsingastríð», að reyna «grafa undan trausti» bandarískra kjósenda. Engin tengsl sýnileg við Trump né Pútin. Ekki einu sinni að þessi tröll hafi hafi hakkað sig inn í tölvukerfi Demókrataflokksins. En viðbrögðin eru bara meira Rússahatur: Leiðandi pólitíkusar, bæði demókrata og repúblikana, kalla meintar gjörðir þessara Rússa «stríðsaðgerð», «11. sept-aðgerð», «aðgerð sambærileg við Pearl Harbour»! Hin ofurherskáu viðbrögð eru stórfurðuleg en lýsandi fyrir heimsmynd Vesturlanda: Dregin er upp óvinamynd sem snýr öllum veruleika á hvolf. Í veruleikanum eru Rússar umsetnir af NATO sem hefur þanið sig upp að stofuvegg þeirra. Blaðamaðurinn og Íslandsfarinn John Pilger skrifaði 2016: “Á undanförnum 18 mánuðum hefur mesta uppbygging herstyrks frá síðari heimsstyrjöld – undir forustu Bandaríkjanna – átt sér stað á vesturlandamærum Rússlands. Ekki frá því Hitler réðist inn í Sovétríkin hafa erlendir hermenn boðað Rússlandi svo áþreifanlega ógn… Bandaríkin umkringja Kína með neti herstöðva, skotflaugum, orustusveitum, kjarnorkuberandi sprengjuflugvélum og hafa sett snöru um háls Kína.” Í orðræðunni hins vegar eru það Rússar (og Kína) sem eru skilgreindir “útþensluseggir». Pútin er daglega djöfulgerður af vestrænum fjölmiðlum – rétt eins og Miloshevic, Saddam, Gaddafí voru tilreiddir áður en ráðist var á þá. Hatrið í garð Rússlands og Kína er illskiljanlegt nema í ljósi hnattræns valdatafls. Nægir að vísa til hraðrar viðskiptasóknar Kína á heimsmarkaðnum. Glæpur Pútíns er að snúa frá þjónkun fyrirrennarans Jeltsíns við Vesturlönd og taka að verja af kappi hið smækkaða áhrifasvæði Rússlands gagnvart ásókn USA/NATO-velda. Og að gera bandalag við Kína. Gangverk heimsvaldastefnunnar leyfir ekkert tómarúm. Ef valdatóm myndast taka heimsveldin gráðugu óðar að berjast um «enduruppskiptingu». Við fall Sovétríkjanna 1991 myndaðist mikið tómarúm, m.a. í A-Evrópu og Miðausturlöndum. Sama ár sagði Paul Wolfowitz (seinna varnarmálaráðherra) við Wesley Clark yfirhershöfðingja NATO: «Við höfum nú 5-10 ár til að hreinsa upp þessi gömlu skjólstæðingsríki Sovétríkjanna, Sýrland, Íran og Írak, áður en næsta risaveldi kemur og skorar okkur á hólm.“ Stefnt var á full yfirráð í Miðausturlöndum, og á „einpóla heim“ til frambúðar. Bandaríkin og bandamenn þeirra í NATO ruddust fljótt inn á tómarúmið í A-Evrópu, upp að landamærum Rússlands. En „hreinsun“ Miðausturlanda (og Miðasíu og N-Afríku) komst ekki vel af stað fyrr en með 11. september 2001. Þá líka hófst djöfulskapurinn, fyrst með beinum innrásum, síðan blandaðri tækni innrása og staðgengilshernaðar og loks í Sýrlandi gegnum staðgengilshernað með virkri hjálp staðbundinna bandamanna. En þá hafði einmitt „næsta risaveldi“ stigið fram á sviðið, Kína, í bandalagi við gamla óvininn „R“. Kína geysist fram úr Bandaríkjunum á heimsmarkaðnum, byggir upp „nýja silkiveginn“ með háhraðalestum, vörum og fjárfestingum, og ætlar nú ásamt Rússum og Íran að sniðganga dollarann í olíuverslun – og aðrir geta fylgt á eftir. Staða dollarans sem heimsgjaldmiðils er í voða. Pútín eyðileggur draumana í Úkraínu og Sýrlandi. Ótal gróðavonir auðhringanna eru í uppnámi. Bandaríkin – og bandamennirnir í NATO – eiga aðeins eitt svar við áskorun keppinautanna: vopnavald. Þau mæta hinni nýju stöðu með meiri árásarhneigð en nokkru sinni. „Okkur liggur á áður en við töpum vopnaforskotinu!“ Það nýjasta er að USA færir nú taktísk atomvopn sín inn í almenna vopnabúrið, af því það Á AÐ NOTA ÞAU! Brennipunkturinn: Sýrlandsstríðið snýst um yfirráðin í Miðausturlöndum. Frá upphafi er það „valdaskiptastríð“ með staðgengilsherjum, kostað, vopnað og mannað utanlands frá, stjórnað frá Washington (RÚV reynir endalaust að kalla það „uppreisn“). Valdaskiptin hefðu líklega tekist ef Pútín hefði ekki dregið strik í sandinn 2015 og gengið í lið með bandamanni sínum Assad. Sýrlandsher náði þá stríðsfrumkvæðinu. Ef „staðgenglarir“ bila verða bakmennirnir sjálfir að stíga fram. Tyrkir ráðast inn, Ísrael hefur beinan lofthernað og bíður eftir „tilefni“ til stórásarar. Bandaríkin snúa lofthernaði sínum beint gegn Sýrlandsher og lýsa yfir að þau muni ekki skila Sýrlandsstjórn þeim (olíuríku) svæðum sem þau ásamt bandamönnum taka frá ISIS. Sýrlandsstríðið er staðbundin heimstyrjöld. Stórveldabandalög svipuð og 1914: Bandaríkin og bandamenn þeirra (NATO/ESB/Sádar/Ísrael), hins vegar Sýrland/Íran/Hizbolla – studd af Rússum og Kína. Eins og 1914 eru helstu heimsveldin innblönduð í Sýrlandsstríðið og svæðisbundnu stórveldin líka. Ísrael og Sádar þurfa að lúskra á Íran og Tyrkir á Kúrdum. Í stærra samhengi snýst stríðið um að viðhalda yfirráðum Vesturlanda og að hindra áhrif rísandi keppinauta. Vegna spennustigsins á heimsmælikvarða boðar Sýrlandseldurinn þá miklu ógn að geta mjög auðveldlega breiðst út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Stríðstrommudrunur og óhugnaður í loftinu. Eftir dularfulla morðtilraun á rússneskum gagnnjósnara blæs Theresa May í herlúðra, segir þetta vera «efnaárás gegn Bretlandi» sem Rússar «að öllum líkindum» standi á bak við, vísar úr landi rússneskum diplómötum og heimtar harðari refsiaðgerðir gegn Pútín. Engin sönnunargögn. En Bandaríkin, Frakkar og Þjóðverjar biðja ekki um sönnunargögn heldur fordæma Rússa sameiginlega. Og Guðlaugur Þór segist «standa með vestrænum vinaþjóðum». Þetta sýnist vera leikrit, sviðsett í stríðsæsingaskyni. Skripal-málið rímar fullkomlega við «Russiagate» í Bandaríkjunum. Neyðarlega lítið kom vissulega út úr svokallaðri Rússarannsókn í Washington, á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016. Þrettán vesæl rússnesk nettröll ákærð fyrir «upplýsingastríð», að reyna «grafa undan trausti» bandarískra kjósenda. Engin tengsl sýnileg við Trump né Pútin. Ekki einu sinni að þessi tröll hafi hafi hakkað sig inn í tölvukerfi Demókrataflokksins. En viðbrögðin eru bara meira Rússahatur: Leiðandi pólitíkusar, bæði demókrata og repúblikana, kalla meintar gjörðir þessara Rússa «stríðsaðgerð», «11. sept-aðgerð», «aðgerð sambærileg við Pearl Harbour»! Hin ofurherskáu viðbrögð eru stórfurðuleg en lýsandi fyrir heimsmynd Vesturlanda: Dregin er upp óvinamynd sem snýr öllum veruleika á hvolf. Í veruleikanum eru Rússar umsetnir af NATO sem hefur þanið sig upp að stofuvegg þeirra. Blaðamaðurinn og Íslandsfarinn John Pilger skrifaði 2016: “Á undanförnum 18 mánuðum hefur mesta uppbygging herstyrks frá síðari heimsstyrjöld – undir forustu Bandaríkjanna – átt sér stað á vesturlandamærum Rússlands. Ekki frá því Hitler réðist inn í Sovétríkin hafa erlendir hermenn boðað Rússlandi svo áþreifanlega ógn… Bandaríkin umkringja Kína með neti herstöðva, skotflaugum, orustusveitum, kjarnorkuberandi sprengjuflugvélum og hafa sett snöru um háls Kína.” Í orðræðunni hins vegar eru það Rússar (og Kína) sem eru skilgreindir “útþensluseggir». Pútin er daglega djöfulgerður af vestrænum fjölmiðlum – rétt eins og Miloshevic, Saddam, Gaddafí voru tilreiddir áður en ráðist var á þá. Hatrið í garð Rússlands og Kína er illskiljanlegt nema í ljósi hnattræns valdatafls. Nægir að vísa til hraðrar viðskiptasóknar Kína á heimsmarkaðnum. Glæpur Pútíns er að snúa frá þjónkun fyrirrennarans Jeltsíns við Vesturlönd og taka að verja af kappi hið smækkaða áhrifasvæði Rússlands gagnvart ásókn USA/NATO-velda. Og að gera bandalag við Kína. Gangverk heimsvaldastefnunnar leyfir ekkert tómarúm. Ef valdatóm myndast taka heimsveldin gráðugu óðar að berjast um «enduruppskiptingu». Við fall Sovétríkjanna 1991 myndaðist mikið tómarúm, m.a. í A-Evrópu og Miðausturlöndum. Sama ár sagði Paul Wolfowitz (seinna varnarmálaráðherra) við Wesley Clark yfirhershöfðingja NATO: «Við höfum nú 5-10 ár til að hreinsa upp þessi gömlu skjólstæðingsríki Sovétríkjanna, Sýrland, Íran og Írak, áður en næsta risaveldi kemur og skorar okkur á hólm.“ Stefnt var á full yfirráð í Miðausturlöndum, og á „einpóla heim“ til frambúðar. Bandaríkin og bandamenn þeirra í NATO ruddust fljótt inn á tómarúmið í A-Evrópu, upp að landamærum Rússlands. En „hreinsun“ Miðausturlanda (og Miðasíu og N-Afríku) komst ekki vel af stað fyrr en með 11. september 2001. Þá líka hófst djöfulskapurinn, fyrst með beinum innrásum, síðan blandaðri tækni innrása og staðgengilshernaðar og loks í Sýrlandi gegnum staðgengilshernað með virkri hjálp staðbundinna bandamanna. En þá hafði einmitt „næsta risaveldi“ stigið fram á sviðið, Kína, í bandalagi við gamla óvininn „R“. Kína geysist fram úr Bandaríkjunum á heimsmarkaðnum, byggir upp „nýja silkiveginn“ með háhraðalestum, vörum og fjárfestingum, og ætlar nú ásamt Rússum og Íran að sniðganga dollarann í olíuverslun – og aðrir geta fylgt á eftir. Staða dollarans sem heimsgjaldmiðils er í voða. Pútín eyðileggur draumana í Úkraínu og Sýrlandi. Ótal gróðavonir auðhringanna eru í uppnámi. Bandaríkin – og bandamennirnir í NATO – eiga aðeins eitt svar við áskorun keppinautanna: vopnavald. Þau mæta hinni nýju stöðu með meiri árásarhneigð en nokkru sinni. „Okkur liggur á áður en við töpum vopnaforskotinu!“ Það nýjasta er að USA færir nú taktísk atomvopn sín inn í almenna vopnabúrið, af því það Á AÐ NOTA ÞAU! Brennipunkturinn: Sýrlandsstríðið snýst um yfirráðin í Miðausturlöndum. Frá upphafi er það „valdaskiptastríð“ með staðgengilsherjum, kostað, vopnað og mannað utanlands frá, stjórnað frá Washington (RÚV reynir endalaust að kalla það „uppreisn“). Valdaskiptin hefðu líklega tekist ef Pútín hefði ekki dregið strik í sandinn 2015 og gengið í lið með bandamanni sínum Assad. Sýrlandsher náði þá stríðsfrumkvæðinu. Ef „staðgenglarir“ bila verða bakmennirnir sjálfir að stíga fram. Tyrkir ráðast inn, Ísrael hefur beinan lofthernað og bíður eftir „tilefni“ til stórásarar. Bandaríkin snúa lofthernaði sínum beint gegn Sýrlandsher og lýsa yfir að þau muni ekki skila Sýrlandsstjórn þeim (olíuríku) svæðum sem þau ásamt bandamönnum taka frá ISIS. Sýrlandsstríðið er staðbundin heimstyrjöld. Stórveldabandalög svipuð og 1914: Bandaríkin og bandamenn þeirra (NATO/ESB/Sádar/Ísrael), hins vegar Sýrland/Íran/Hizbolla – studd af Rússum og Kína. Eins og 1914 eru helstu heimsveldin innblönduð í Sýrlandsstríðið og svæðisbundnu stórveldin líka. Ísrael og Sádar þurfa að lúskra á Íran og Tyrkir á Kúrdum. Í stærra samhengi snýst stríðið um að viðhalda yfirráðum Vesturlanda og að hindra áhrif rísandi keppinauta. Vegna spennustigsins á heimsmælikvarða boðar Sýrlandseldurinn þá miklu ógn að geta mjög auðveldlega breiðst út.
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar