Reykjavíkurborg þarf að hafa kjark til að minnka miðstýringu í skólakerfinu Þórdís Pálsdóttir skrifar 26. mars 2018 10:42 Er skólakerfið réttlátt? Eru allir að fá nám við hæfi? Þessar spurningar brenna á flestum foreldrum og kennurum í dag. Spurningarnar má ræða fram og til baka, setja í nefndir og rýnihópa - eins og núverandi meirihluti í borginni hefur verið iðinn við að gera - en einfalda svarið blasir við. Nei. Stefnurnar „Skóli án aðgreiningar“ og „Einstaklingsmiðað nám“ gefa góð fyrirheit, en því miður þá hafa þær ekki virkað sem skyldi.En hvað fór úrskeiðis? Það er í raun tvennt sem kemur til. Annars vegar hvað varðar innleiðingu sem var verulega ábótavant og hins vegar var það skortur á fjármagni til að framfylgja þeim eins og upphaflega stóð til. Að sjálfsögðu er ekki hægt að alhæfa yfir á allt kerfið, enda árgangar og bekkir mismunandi hvað varðar samsetningu og fjölda. Sjálf er ég kennari og langar því að taka algengt dæmi úr skólakerfinu: Mjög algengt er að hátt í 30 börn séu höfð í einni stofu. Hópurinn samanstendur af börnum sem vilja fá ögrun í námi, börnum sem þurfa mikla aðstoð, börnum með alls kyns raskanir t.d. ofvirkni, athyglisbrest, vanvirkni og félagsfælni. Hópurinn samanstendur sem sagt af mismunandi einstaklingum með ólíkar þarfir. Kennarinn á að komast yfir að þjónusta alla þannig að allir fái kennslu, ögrun og þjónustu við hæfi.Er þetta raunhæft? Nei, því miður. Það getur verið erfitt fyrir börn að sitja í aðstæðum sem þessum í 5 – 6 klukkustundir á dag. Á endanum hlýtur eitthvað að láta undan. Ég sjálf hef orðið vör við að áhugi á námi getur í einhverjum tilfellum minnkað. Þá hef ég einnig orðið vör við að vanlíðan og kvíði geti geri vart við sig í þessum aðstæðum. Við aðstæður sem þessar verða þau nokkuð umburðarlynd sem er gott, þau geta líka fallið í meðvirkni og það er ekki gott. Minni líkur eru á skapandi eða fjölbreyttu skólastarfi sem gerir það að verkum að börn fá ekki tækifæri til að öðlast þá færni sem „Aðalnámskráin“ gerir kröfu um. Kennarinn kemst ekki yfir verkefnin, veit að hann nær ekki að veita börnunum það sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum og er því ekki að standa sig í vinnunni. Þegar kennslunni lýkur þarf hann að hlaupa í önnur verkefni eða á fundi, fylla út tilvísunarblöð, sinna teymisvinnu, setja sig inn í ný verkefni sem skólarnir eiga að taka upp að tilmælum borgaryfirvalda en þau geta verið mörg. Hann þarf einnig að undirbúa sig fyrir kennslu, fara yfir verkefni eða próf og sinna samskiptum við foreldra. Þessar aðstæður verða svo til þess að allt of margir kennarar brenna út og fara í veikindaleyfi, í mislangan tíma og sumir koma ekki aftur til vinnu. Úr þessu öllu verður eitthvert miðjumoð sem er fullkomlega óásættanlegt og gagnast fáum. Skóli án aðgreiningar snýst nefnilega ekki um skólastofu án aðgreiningar með einum kennara og e.t.v. stuðningsfulltrúa heldur að börnin fái námsefni og kennslu við hæfi og fái tækifæri til að vera þau sjálf. Í þessu felst að sérfræðingar t.a.m. iðjuþjálfar, þroskaþjálfar og talmeinafræðingar þurfa að koma að þjónustunni og þjálfa þau börn sem á því þurfa að halda. En hvað er til ráða? Sjálfstæðismenn hafa lagt til ýmsar úrbætur í þessum efnum en þar er lykilatriðið að gera skólana sjálfstæðari og aðeins meira sjálfráða og fjárráða en þeir eru í dag. Treysta því að skólastjórnendur og starfsfólk séu fagfólk sem ekki þurfi að stýra og stjórna að öllu leyti miðlægt. Með öðrum orðum verðum við að hafa kjark til að minnka miðstýringuna. Það segir sig sjálft, þetta gengur ekki upp. Þessu verðum við að breyta og þessu ætla ég að beita mér fyrir að breyta, fái Sjálfstæðisflokkurinn umboð til þess að loknum kosningum.Höfundur er grunnskólakennari og frambjóðandi í 13. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Er skólakerfið réttlátt? Eru allir að fá nám við hæfi? Þessar spurningar brenna á flestum foreldrum og kennurum í dag. Spurningarnar má ræða fram og til baka, setja í nefndir og rýnihópa - eins og núverandi meirihluti í borginni hefur verið iðinn við að gera - en einfalda svarið blasir við. Nei. Stefnurnar „Skóli án aðgreiningar“ og „Einstaklingsmiðað nám“ gefa góð fyrirheit, en því miður þá hafa þær ekki virkað sem skyldi.En hvað fór úrskeiðis? Það er í raun tvennt sem kemur til. Annars vegar hvað varðar innleiðingu sem var verulega ábótavant og hins vegar var það skortur á fjármagni til að framfylgja þeim eins og upphaflega stóð til. Að sjálfsögðu er ekki hægt að alhæfa yfir á allt kerfið, enda árgangar og bekkir mismunandi hvað varðar samsetningu og fjölda. Sjálf er ég kennari og langar því að taka algengt dæmi úr skólakerfinu: Mjög algengt er að hátt í 30 börn séu höfð í einni stofu. Hópurinn samanstendur af börnum sem vilja fá ögrun í námi, börnum sem þurfa mikla aðstoð, börnum með alls kyns raskanir t.d. ofvirkni, athyglisbrest, vanvirkni og félagsfælni. Hópurinn samanstendur sem sagt af mismunandi einstaklingum með ólíkar þarfir. Kennarinn á að komast yfir að þjónusta alla þannig að allir fái kennslu, ögrun og þjónustu við hæfi.Er þetta raunhæft? Nei, því miður. Það getur verið erfitt fyrir börn að sitja í aðstæðum sem þessum í 5 – 6 klukkustundir á dag. Á endanum hlýtur eitthvað að láta undan. Ég sjálf hef orðið vör við að áhugi á námi getur í einhverjum tilfellum minnkað. Þá hef ég einnig orðið vör við að vanlíðan og kvíði geti geri vart við sig í þessum aðstæðum. Við aðstæður sem þessar verða þau nokkuð umburðarlynd sem er gott, þau geta líka fallið í meðvirkni og það er ekki gott. Minni líkur eru á skapandi eða fjölbreyttu skólastarfi sem gerir það að verkum að börn fá ekki tækifæri til að öðlast þá færni sem „Aðalnámskráin“ gerir kröfu um. Kennarinn kemst ekki yfir verkefnin, veit að hann nær ekki að veita börnunum það sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum og er því ekki að standa sig í vinnunni. Þegar kennslunni lýkur þarf hann að hlaupa í önnur verkefni eða á fundi, fylla út tilvísunarblöð, sinna teymisvinnu, setja sig inn í ný verkefni sem skólarnir eiga að taka upp að tilmælum borgaryfirvalda en þau geta verið mörg. Hann þarf einnig að undirbúa sig fyrir kennslu, fara yfir verkefni eða próf og sinna samskiptum við foreldra. Þessar aðstæður verða svo til þess að allt of margir kennarar brenna út og fara í veikindaleyfi, í mislangan tíma og sumir koma ekki aftur til vinnu. Úr þessu öllu verður eitthvert miðjumoð sem er fullkomlega óásættanlegt og gagnast fáum. Skóli án aðgreiningar snýst nefnilega ekki um skólastofu án aðgreiningar með einum kennara og e.t.v. stuðningsfulltrúa heldur að börnin fái námsefni og kennslu við hæfi og fái tækifæri til að vera þau sjálf. Í þessu felst að sérfræðingar t.a.m. iðjuþjálfar, þroskaþjálfar og talmeinafræðingar þurfa að koma að þjónustunni og þjálfa þau börn sem á því þurfa að halda. En hvað er til ráða? Sjálfstæðismenn hafa lagt til ýmsar úrbætur í þessum efnum en þar er lykilatriðið að gera skólana sjálfstæðari og aðeins meira sjálfráða og fjárráða en þeir eru í dag. Treysta því að skólastjórnendur og starfsfólk séu fagfólk sem ekki þurfi að stýra og stjórna að öllu leyti miðlægt. Með öðrum orðum verðum við að hafa kjark til að minnka miðstýringuna. Það segir sig sjálft, þetta gengur ekki upp. Þessu verðum við að breyta og þessu ætla ég að beita mér fyrir að breyta, fái Sjálfstæðisflokkurinn umboð til þess að loknum kosningum.Höfundur er grunnskólakennari og frambjóðandi í 13. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar