Reykjavíkurborg þarf að hafa kjark til að minnka miðstýringu í skólakerfinu Þórdís Pálsdóttir skrifar 26. mars 2018 10:42 Er skólakerfið réttlátt? Eru allir að fá nám við hæfi? Þessar spurningar brenna á flestum foreldrum og kennurum í dag. Spurningarnar má ræða fram og til baka, setja í nefndir og rýnihópa - eins og núverandi meirihluti í borginni hefur verið iðinn við að gera - en einfalda svarið blasir við. Nei. Stefnurnar „Skóli án aðgreiningar“ og „Einstaklingsmiðað nám“ gefa góð fyrirheit, en því miður þá hafa þær ekki virkað sem skyldi.En hvað fór úrskeiðis? Það er í raun tvennt sem kemur til. Annars vegar hvað varðar innleiðingu sem var verulega ábótavant og hins vegar var það skortur á fjármagni til að framfylgja þeim eins og upphaflega stóð til. Að sjálfsögðu er ekki hægt að alhæfa yfir á allt kerfið, enda árgangar og bekkir mismunandi hvað varðar samsetningu og fjölda. Sjálf er ég kennari og langar því að taka algengt dæmi úr skólakerfinu: Mjög algengt er að hátt í 30 börn séu höfð í einni stofu. Hópurinn samanstendur af börnum sem vilja fá ögrun í námi, börnum sem þurfa mikla aðstoð, börnum með alls kyns raskanir t.d. ofvirkni, athyglisbrest, vanvirkni og félagsfælni. Hópurinn samanstendur sem sagt af mismunandi einstaklingum með ólíkar þarfir. Kennarinn á að komast yfir að þjónusta alla þannig að allir fái kennslu, ögrun og þjónustu við hæfi.Er þetta raunhæft? Nei, því miður. Það getur verið erfitt fyrir börn að sitja í aðstæðum sem þessum í 5 – 6 klukkustundir á dag. Á endanum hlýtur eitthvað að láta undan. Ég sjálf hef orðið vör við að áhugi á námi getur í einhverjum tilfellum minnkað. Þá hef ég einnig orðið vör við að vanlíðan og kvíði geti geri vart við sig í þessum aðstæðum. Við aðstæður sem þessar verða þau nokkuð umburðarlynd sem er gott, þau geta líka fallið í meðvirkni og það er ekki gott. Minni líkur eru á skapandi eða fjölbreyttu skólastarfi sem gerir það að verkum að börn fá ekki tækifæri til að öðlast þá færni sem „Aðalnámskráin“ gerir kröfu um. Kennarinn kemst ekki yfir verkefnin, veit að hann nær ekki að veita börnunum það sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum og er því ekki að standa sig í vinnunni. Þegar kennslunni lýkur þarf hann að hlaupa í önnur verkefni eða á fundi, fylla út tilvísunarblöð, sinna teymisvinnu, setja sig inn í ný verkefni sem skólarnir eiga að taka upp að tilmælum borgaryfirvalda en þau geta verið mörg. Hann þarf einnig að undirbúa sig fyrir kennslu, fara yfir verkefni eða próf og sinna samskiptum við foreldra. Þessar aðstæður verða svo til þess að allt of margir kennarar brenna út og fara í veikindaleyfi, í mislangan tíma og sumir koma ekki aftur til vinnu. Úr þessu öllu verður eitthvert miðjumoð sem er fullkomlega óásættanlegt og gagnast fáum. Skóli án aðgreiningar snýst nefnilega ekki um skólastofu án aðgreiningar með einum kennara og e.t.v. stuðningsfulltrúa heldur að börnin fái námsefni og kennslu við hæfi og fái tækifæri til að vera þau sjálf. Í þessu felst að sérfræðingar t.a.m. iðjuþjálfar, þroskaþjálfar og talmeinafræðingar þurfa að koma að þjónustunni og þjálfa þau börn sem á því þurfa að halda. En hvað er til ráða? Sjálfstæðismenn hafa lagt til ýmsar úrbætur í þessum efnum en þar er lykilatriðið að gera skólana sjálfstæðari og aðeins meira sjálfráða og fjárráða en þeir eru í dag. Treysta því að skólastjórnendur og starfsfólk séu fagfólk sem ekki þurfi að stýra og stjórna að öllu leyti miðlægt. Með öðrum orðum verðum við að hafa kjark til að minnka miðstýringuna. Það segir sig sjálft, þetta gengur ekki upp. Þessu verðum við að breyta og þessu ætla ég að beita mér fyrir að breyta, fái Sjálfstæðisflokkurinn umboð til þess að loknum kosningum.Höfundur er grunnskólakennari og frambjóðandi í 13. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Er skólakerfið réttlátt? Eru allir að fá nám við hæfi? Þessar spurningar brenna á flestum foreldrum og kennurum í dag. Spurningarnar má ræða fram og til baka, setja í nefndir og rýnihópa - eins og núverandi meirihluti í borginni hefur verið iðinn við að gera - en einfalda svarið blasir við. Nei. Stefnurnar „Skóli án aðgreiningar“ og „Einstaklingsmiðað nám“ gefa góð fyrirheit, en því miður þá hafa þær ekki virkað sem skyldi.En hvað fór úrskeiðis? Það er í raun tvennt sem kemur til. Annars vegar hvað varðar innleiðingu sem var verulega ábótavant og hins vegar var það skortur á fjármagni til að framfylgja þeim eins og upphaflega stóð til. Að sjálfsögðu er ekki hægt að alhæfa yfir á allt kerfið, enda árgangar og bekkir mismunandi hvað varðar samsetningu og fjölda. Sjálf er ég kennari og langar því að taka algengt dæmi úr skólakerfinu: Mjög algengt er að hátt í 30 börn séu höfð í einni stofu. Hópurinn samanstendur af börnum sem vilja fá ögrun í námi, börnum sem þurfa mikla aðstoð, börnum með alls kyns raskanir t.d. ofvirkni, athyglisbrest, vanvirkni og félagsfælni. Hópurinn samanstendur sem sagt af mismunandi einstaklingum með ólíkar þarfir. Kennarinn á að komast yfir að þjónusta alla þannig að allir fái kennslu, ögrun og þjónustu við hæfi.Er þetta raunhæft? Nei, því miður. Það getur verið erfitt fyrir börn að sitja í aðstæðum sem þessum í 5 – 6 klukkustundir á dag. Á endanum hlýtur eitthvað að láta undan. Ég sjálf hef orðið vör við að áhugi á námi getur í einhverjum tilfellum minnkað. Þá hef ég einnig orðið vör við að vanlíðan og kvíði geti geri vart við sig í þessum aðstæðum. Við aðstæður sem þessar verða þau nokkuð umburðarlynd sem er gott, þau geta líka fallið í meðvirkni og það er ekki gott. Minni líkur eru á skapandi eða fjölbreyttu skólastarfi sem gerir það að verkum að börn fá ekki tækifæri til að öðlast þá færni sem „Aðalnámskráin“ gerir kröfu um. Kennarinn kemst ekki yfir verkefnin, veit að hann nær ekki að veita börnunum það sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum og er því ekki að standa sig í vinnunni. Þegar kennslunni lýkur þarf hann að hlaupa í önnur verkefni eða á fundi, fylla út tilvísunarblöð, sinna teymisvinnu, setja sig inn í ný verkefni sem skólarnir eiga að taka upp að tilmælum borgaryfirvalda en þau geta verið mörg. Hann þarf einnig að undirbúa sig fyrir kennslu, fara yfir verkefni eða próf og sinna samskiptum við foreldra. Þessar aðstæður verða svo til þess að allt of margir kennarar brenna út og fara í veikindaleyfi, í mislangan tíma og sumir koma ekki aftur til vinnu. Úr þessu öllu verður eitthvert miðjumoð sem er fullkomlega óásættanlegt og gagnast fáum. Skóli án aðgreiningar snýst nefnilega ekki um skólastofu án aðgreiningar með einum kennara og e.t.v. stuðningsfulltrúa heldur að börnin fái námsefni og kennslu við hæfi og fái tækifæri til að vera þau sjálf. Í þessu felst að sérfræðingar t.a.m. iðjuþjálfar, þroskaþjálfar og talmeinafræðingar þurfa að koma að þjónustunni og þjálfa þau börn sem á því þurfa að halda. En hvað er til ráða? Sjálfstæðismenn hafa lagt til ýmsar úrbætur í þessum efnum en þar er lykilatriðið að gera skólana sjálfstæðari og aðeins meira sjálfráða og fjárráða en þeir eru í dag. Treysta því að skólastjórnendur og starfsfólk séu fagfólk sem ekki þurfi að stýra og stjórna að öllu leyti miðlægt. Með öðrum orðum verðum við að hafa kjark til að minnka miðstýringuna. Það segir sig sjálft, þetta gengur ekki upp. Þessu verðum við að breyta og þessu ætla ég að beita mér fyrir að breyta, fái Sjálfstæðisflokkurinn umboð til þess að loknum kosningum.Höfundur er grunnskólakennari og frambjóðandi í 13. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar