Viðskipti innlent

Sjötíu prósent hækkun á 5 árum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íbúðaverð hefur farið hækkandi undanfarin ár.
Íbúðaverð hefur farið hækkandi undanfarin ár. Vísir/vilhelm

Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um nær 70% á síðustu 5 árum eða frá því að framboðsskortur fór að gera vart við sig. Á sama tíma hafa laun hækkað um 45% og leiguverð um 50%. Þetta kom fram í máli Unu Jónsdóttur, hagfræðings og deildarstjóra leigumarkaðsmála hjá Íbúða­lánasjóði á ráðstefnu Verks og vits.

„Það er ljóst að þótt þörfin sé víða mikil þá er verð á íbúðum ef til vill ofar kaupgetu hópsins sem þarf mest á húsnæði að halda,“ sagði Una og vísaði þá til langra biðlista hjá sveitarfélögunum eftir félagslegu húsnæði og eins hjá Félagsstofnun stúdenta eftir námsmannaíbúðum.

Una vakti einnig athygli á því að fjöldi utangarðsfólks í Reykjavík hefur nær tvöfaldast síðan 2012 sem sé dæmi um það hvernig húsnæðisskorturinn hefur komið verst niður á jaðarhópum samfélagsins. Einnig valdi það áhyggjum þegar fréttir berast um að ekki sé hægt að útskrifa fólk af sjúkrastofnunum sökum húsnæðisskorts.

Una lýsti því hvernig aðgangur að öruggu húsnæði geti skipt sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu fólks og verið veigamikill þáttur í endurkomu fólks inn í samfélagið eftir veikindi.

„Það þarf að fara að líta á húsnæði sem lýðheilsumál,“ sagði hún og lagði áherslu á að byggja þyrfti upp öruggan leigumarkað þar sem fólk gæti búið til langs tíma í öruggu húsaskjóli þar sem leiga yrði í samræmi við greiðslugetu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
3,6
4
34.130
ORIGO
3,41
11
64.165
HAGA
3,34
9
116.729
FESTI
3,23
14
192.368
SIMINN
3,2
19
269.039

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,39
97
445.720
GRND
0
2
1.506
MARL
0
23
231.586
EIM
0
11
201.996
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.