Enski boltinn

Messan: Sögðu að Jói Berg ætti ekkert erindi í efstu deild

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur er sögumaður góður.
Ólafur er sögumaður góður.

Ólafur Kristjánsson sagði skemmtilega sögu frá njósnara á vegum enska knattspyrnusambandsins í Messunni í gær.

„Aðeins um Crystal Palace og Roy Hodgson eða clueless Hodgson. Ástæðan fyrir því að ég er svolítið pirraður út í hann er að þegar ég var að „scouta“ fyrir Evrópumótið 2016 þá var ég oft með enskum njósnara sem var náinn aðstoðarmaður Hodgson,“ sagði Ólafur í Messunni.

„Þá vorum við oft að tala um íslenska leikmenn og meðal annars Jóhann Berg. Hann sagðist kannski myndi ráðleggja stjóra í Englandi að taka þegar liðið væri í baráttu í næstefstu deildinni. Hann gæti svo aldrei meikað það í efstu deild. Þessi hroki varð þeim að falli. Þeir höfðu varla skoðað liðið. Fóru bara í skoðunarferð á Signu sem er reyndar mjög falleg.

„Þessi maður fór alltaf út af vellinum áður en leikirnir voru búnir. Hann kom alltaf eftir að þeir voru byrjaðir en var samt alltaf með allt á hreinu. Þetta er enski hrokinn þar sem þeir telja sig betri en aðra og þurfi ekki að undirbúa sig.“

Sjá má eldræðu Ólafs hér að neðan.


Tengdar fréttir

Atvikið sem gæti hafa eyðilagt HM-draum Gylfa Sig

Strákarnir í Messunni skoðuðu vel atvikið í gær er Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á hné í leik Everton og Brighton. Meiðsli sem gætu haldið honum frá HM sem væri skelfilegt fyrir íslenska landsliðið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.