Fótbolti

Nýtt myndband um íslenska landsliðsbúninginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Okkar menn fagna þegar HM-sætið var í höfn, en hvernig mun búningurinn líta út?
Okkar menn fagna þegar HM-sætið var í höfn, en hvernig mun búningurinn líta út? vísir/ernir
Íslenska þjóðin bíður enn eftir að sjá hvernig nýjasta treyjan sem íslenska karlalandsliðið leikur í á HM líti út.

Þann 15. mars mun treyjan verða opinberuð, en ljóst er að margir bíða mjög svo spenntir eftir að sjá treyjuna. KSÍ hefur nú gefið út myndband um treyjuna sem mun væntanlega auka spennuna til muna.

Hér að neðan má sjá myndbandið þar sem landið okkar fallega kemur við sögu, en Ísland fékk ekki góðar fréttir í dag þegar ljóst var að þátttaka Gylfa Sigurðssonar er í hættu fyrir mótið.

Hann meiddist í leik með Everton um helgina, en landsmenn bíða nú spenntir hvort að Gylfi fái ekki jákvæðar fréttir um helgina. 


Tengdar fréttir

Hjörvar segir að HM sé í hættu hjá Gylfa

Samkvæmt heimildum knattspyrnusérfræðings Stöðvar 2 Sports, Hjörvars Hafliðasonar, þá er Gylfi Þór Sigurðsson alvarlega meiddur og gæti misst af HM í sumar.

Atvikið sem gæti hafa eyðilagt HM-draum Gylfa Sig

Strákarnir í Messunni skoðuðu vel atvikið í gær er Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á hné í leik Everton og Brighton. Meiðsli sem gætu haldið honum frá HM sem væri skelfilegt fyrir íslenska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×