Viðskipti innlent

Arion banki gefur út skuldabréf í evrum

Birgir Olgeirsson skrifar
Höfuðstöðvar Arion banka.
Höfuðstöðvar Arion banka. Vísir/Stefán

Arion banki gaf í dag út skuldabréf til fimm ára að upphæð 300 milljónir evra eða sem nemur rúmum 37 milljörðum íslenskra króna. Umframeftirspurn var eftir skuldabréfunum en í heild bárust tilboð frá ríflega 40 fjárfestum fyrir um 375 milljónir evra.

Skuldabréfin bera fasta 1,0% vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 0,65% álagi á millibankavexti. BarclaysCiti og Deutsche Bank sáu um útgáfuna fyrir hönd bankans. Í verðlagningu lána í erlendri mynt til viðskiptavina þarf bankinn að horfa til þess að til viðbótar 0,65% álagi á millibankavexti bætist bankaskattur sem nemur 0,376% af fjárhæð útgáfu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,11
14
50.451
ICEAIR
2,95
34
234.414
SIMINN
2,83
27
416.767
REGINN
2,29
14
153.964
EIM
2,23
15
226.541

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
-0,39
12
242.543
SYN
-0,23
9
140.003
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.