Viðskipti innlent

Jón hættir í stjórn í lok mánaðarins

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson mun hætta í stjórn evrópska drykkjaframleiðandans Re­fresco Group í lok mánaðarins eftir níu ára stjórnarsetu. Gert er ráð fyrir að yfirtaka fjárfestingarsjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management á drykkjaframleiðandanum gangi í gegn 29. mars.

Um leið munu fimm stjórnarmenn stíga til hliðar, en tveir munu eiga áfram sæti, að því er fram kom á hluthafafundi Refresco í síðustu viku.

Jón er stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Stoða sem fer með 8,9 prósenta hlut í Refresco. Félagið mun við yfirtökuna selja allan eignarhlut sinn fyrir um það bil 144 milljónir evra sem jafngildir um 17,7 milljörðum króna.

Laun Jóns fyrir stjórnarsetuna í Refresco hækkuðu um ríflega sex prósent á síðasta ári og námu 55.800 evrum, sem jafngildir 6,8 milljónum króna, borið saman við 52.500 evrur árið 2016.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×