Enski boltinn

„Sánchez hefur slæm áhrif á spilamennsku United“

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Alexis Sánchez hefur slæm áhrif á spilamennsku Manchester United og því verður að setja hann á bekkinn. Þetta er skoðun Charlie Nicholas, sérfræðings Sky Sport.

Sánchez var í byrjunarliði United í gær þegar að liðið tapaði fyrir Sevilla í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og féll úr leik, en enski bikarinn er eini séns United á titil þetta tímabilið.

Sílemaðurinn missti boltann 20 sinnum frá sér í leiknum í gær og svipað var uppi á teningnum gegn Crystal Palace á dögunum en Nicholas telur komu Sánchez hafa slæm áhrif á liðið.

„Í byrjun leiktíðar var gott flæði í spili United. Paul Pogba spilaði framarlega með Jesse Lingard fyrir aftan sig og Romelu Lukaku var í stuði. Allt í einu er Sánchez mættur og þá dettur Rashford úr liðinu og Martial er færður yfir hægra megin. Allt þetta til að koma Sánchez fyrir,“ segir Nicholas.

„Sánchez á ekki skilið sæti í byrjunarliði Manchester United. Hann spilar bara fyrir sjálfan sig og tapar boltanum alltof oft.“

„Ég er viss um að margir stuðningsmenn Manchester United spyrja sig að því hvað Sánchez hefur gert fyrir liðið frá því að hann kom,“ segir Charlie Nicholas.


Tengdar fréttir

Mourinho er að taka við blóðpeningum

Breskur þingmaður er allt annað en ánægður með að stjóri Man. Utd, Jose Mourinho, sé að fara að vinna fyrir rússnesku RT-sjónvarpsstöðina í sumar.

Varamaðurinn Yedder henti United úr Meistaradeildinni

Manchester United er dottið úr leik í Meistardeildar Evrópu, en Sevilla er komið áfram á kostnað United í 8-liða úrslitin eftir leik liðanna á Old Trafford í kvöld. Lokatölur 2-1 fyrir Spánverjana.

Mourinho: Höfum engan tíma fyrir dramatík

Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, var þokkalega ánægður með leik sinna manna í tapi gegn Sevilla í kvöld og sagði að þeir hefðu átt góða kafla inn á milli án þess að stjórna leiknum. Hann segir að það sé enginn tími fyrir einhverja dramatík.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.