Innlent

Brian Cox vinnur að þætti um Mars á Íslandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Breski vísindamaðurinn Brian Cox.
Breski vísindamaðurinn Brian Cox.
Breski vísinda- og þáttagerðarmaðurinn Dr. Brian Cox er staddur hér á landi við tökur á þáttaröð um plánetur okkar sólkerfis. Ásamt Cox fylgir tökuteymi frá breska ríkisútvarpinu BBC en Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, hefur verið þeim innan handar.

Sævar hefur hjálpað tökuteyminu að finna heppilega tökustaði, fylgst með veðrinu og reynt að finna út hvar vænlegast er að koma auga á norðurljós á meðan tökur standa. Sævar segir Cox og tökuteymið verða hér á landi í nokkra daga.

Á Íslandi vinnur tökuteymið efni fyrir þátt sem mun einblína á plánetuna Mars. Sævar segir margt líkt með umhverfinu á Íslandi og á mars. Þá er lofthjúpur Mars að mestu fokinn út í geim og þar eiga líkindin mest við.

Tæp þrjú ár eru síðan Cox kom síðast hingað til lands en þá var hann einnig staddur hér til að mynda efni fyrir þáttaröð sem hann vann að.

Dr. Cox er eðlisfræðingur að mennt og er helstur þekktur fyrir vísindaþætti sína þar sem hann kynnir sjónvarpsáhorfendum fyrir undrum alheimsins. Hann kom einnig hingað til lands árið 2010 til að vinna efni fyrir þáttaröðina Wonders of the Solar System.

Hér fyrir neðan má sjá Cox útskýra tunglboga við Skógafoss. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×