Erlent

Bandarísk yfirvöld íhuga að takmarka nikótín í sígarettum

Kjartan Kjartansson skrifar
Mörgum reykingamanninum hefur reynst erfitt að gefa sígarettnufíknina upp á bátinn.
Mörgum reykingamanninum hefur reynst erfitt að gefa sígarettnufíknina upp á bátinn. Vísir/AFP
Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna íhugar nú að setja reglur um hversu mikið nikótín má vera í sígarettum í fyrsta skipti. Markmiðið er að gera sígarettur minna ávanabindandi en þær eru nú og auðvelda reykingamönnum að hætta.

Stofnunin hefur óskað eftir athugasemdum almennings áður en hún leggur til nýja reglur. Hún hefur einnig í hyggju að setja reglur um bragðefni í sígarettum, að því er segir í frétt Politico.

Rannsókn frá árinu 2013 benti til þess að það myndi draga úr hversu ávanabindandi sígarettur eru ef magn nikótíns yrði lækkað niður í 0,5 millígröm í grammi. Nýrri gögn benda þó til að styrkurinn þyrfti að vera enn lægri til að hafa áhrif.

Hátt í hálf milljón Bandaríkjamanna lætur lífið á hverju ári af völdum tóbaksnotkunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×