Enski boltinn

Tveir hafa skorað meira en Salah á árinu 2018

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah og Jordan Henderson.
Mohamed Salah og Jordan Henderson. Vísir/Getty
Mohamed Salah skoraði fernu fyrir Liverpool um helgina og hefur farið á kostum á þessu tímabili.

Tveir leikmenn úr bestu deildum Evrópu hafa þó skoraði meira en Egyptinn það sem af er árinu 2018.

Mohamed Salah hefur skorað 11 deildarmörk fyrir Liverpool frá 1. janúar 2018 en þeir Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Antoine Griezmann hjá Atletico Madrid hafa báðir skorað meira.

Cristiano Ronaldo í raun í nokkrum sérflokki því ferna hans um helgina þýðir að hann er þegar kominn með átján deildarmörk á þessu ári og það eru ekki einu sinni þrír mánuðir liðnir af því.







Ellefu mörk Mohamed Salah hafa komið í níu leikjum en hann skoraði tvö mörk á móti Tottenham og svo eitt mark á móti Manchester City, Huddersfield, Southampton, West Ham og Newcastle.

Cristiano Ronaldo hefur skorað sín átján mörk í ellefu deildarleikjum. Hann hefur skorað meira en eitt mark í sjö af þessum ellefu leikjum. Í síðustu fjórum deildarleikjum hefur Ronaldo skoraði 10 mörk eða 2,5 mörk að meðaltali í leik.

Antoine Griezmann hefur skorað 12 mörk í 12 deildarleikjum fyrir Atletico Madrid en níu af þessum mörkum hafa komið í síðustu fimm leikjum.

Mohamed Salah er því ekki sá eini í bestu deildum Evrópu sem er sjóðandi heitur fyrir framan mark mótherjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×