Viðskipti innlent

Meirihluti fylgjandi lækkun veiðigjalda

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Grunnniðurstaða könnunarinnar er sú að 49 prósent aðspurðra séu því fylgjandi að lækka veiðigjöld á litlar og meðalstórar útgerðir en 23 prósent andvíg því.
Grunnniðurstaða könnunarinnar er sú að 49 prósent aðspurðra séu því fylgjandi að lækka veiðigjöld á litlar og meðalstórar útgerðir en 23 prósent andvíg því. vísir/pjetur
Sé aðeins horft til þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Gallup fyrir Fiskifrétta eru 68 prósent aðspurðra fylgjandi því að lækka veiðigjöld á lítil og meðalstór fyrirtæki í sjávarútvegi. 32 prósent eru því andvíg. Greint er frá málinu á vef Fiskifrétta.

Þar kemur fram að grunnniðurstaða könnunarinnar sé sú að 49 prósent aðspurðra séu því fylgjandi að lækka veiðigjöld á litlar og meðalstórar útgerðir; 34,4 prósent eru frekar fylgjandi því og 14,2 eru mjög fylgjandi.

Þá eru 23 prósent andvíg því að lækka veiðgjöld; 12,9 prósent eru frekar andvíg og 10,1 prósent mjög andvíg.

 

Fyrir um tveimur vikum boðaði Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, lækkun veiðigjalda á þingfundi og sagði undirbúning að því hafin í sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytinu. Sagði hún að lítil og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki hefðu miklar áhyggjur af veiðgjöldunum og að fyrirkomulagið eins og það er í dag leiddi til samþjöppunar í greininni.

Könnun Gallup fyrir Fiskifréttir var netkönnun, sem gerð var dagana 1. til 14. febrúar. Spurt var: Ert þú fylgjandi eða andvíg(ur) því að lækka veiðigjald hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum í sjávarútvegi? Var úrtakið 1.426 manns af öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup og þátttökuhlutfallið var 57,4 prósent.

Nánar má lesa um könnunina hér.


Tengdar fréttir

Munu lækka veiðigjöld

Til stendur að veiðigjöld í sjávarútvegi verði lækkuð á litlar og meðalstórar útgerðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×