Biskup og fagráð eru harðlega gagnrýnd af úrskurðarnefnd Sveinn Arnarsson skrifar 2. mars 2018 07:00 Biskup sætir harðri gagnrýni úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Hún er nú stödd erlendis. Vísir/ANton Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir bæði biskupsembættið og fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota harðlega fyrir þá málsmeðferð sem fagráðið viðhafði í málum gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju. Telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið farið eftir skýrum reglum um farveg slíkra mála. Úrskurðarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð biskups hafi í einu málinu verið í veigamiklum þáttum ábótavant og ekki í samræmi við meginreglur stjórnsýslulaga. Þar sem sú málsmeðferð er utan verksviðs nefndarinnar í þessu máli verður þó ekki frekar um það fjallað hér. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður séra Ólafs, segir þessa málsmeðferð hafa haft áhrif á umbjóðanda sinn. „Þetta hefur haft mikil og slæm áhrif á umbjóðanda minn og alla sem standa honum nærri og ég hef margoft gagnrýnt framgöngu biskups og meðferðina á málinu. Samkvæmt lögum á að hlúa að öllum aðilum máls.“Óskiljanlegt að fylgja ekki skýrum starfsreglum Í starfsreglum um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar eru fyrirmæli um það í hvaða farveg eigi að beina kvörtunum sem berist fagráði. Þar segir að ef einstaklingur telji sig brotaþola skuli hann fá aðstoð fagráðs. Fagráð aðstoði við að kæra mál til lögreglu eða leggja fyrir úrskurðarnefnd. Hins vegar hefur það tíðkast að biskupi sé skýrt frá málinu en hvergi er gert ráð fyrir þessari málsmeðferð. „Úrskurðarnefnd telur það óskiljanlegt að skýrum starfsreglum um meðferð kynferðisbrota hafi ekki verið fylgt frá því að þær voru settar árið 1998 heldur hafi fagráðið búið til málsmeðferðarfarveg til biskups, sem hvergi er gert ráð fyrir,“ segir í einum úrskurðanna. Þessi málsmeðferð fagráðs er ekki úrskurðarnefndinni að skapi. En nefndin gagnrýnir einnig harðlega verklag biskups. „Þá telur úrskurðarnefndin það umhugsunarefni af hverju biskup taldi sér skylt að taka við máli málshefjanda frá fagráðinu. Ljóst mátt vera að starfsreglur gera ekki ráð fyrir að biskup taki mál sem berast til fagráðsins beint til meðferðar.“ „Fagráð vinnur að málum í samvinnu við brotaþola. Fagráð hlustar á sögu brotaþola, bendir á leiðir sem hægt er að fara og aðstoðar brotaþola. Það var beiðni málshefjanda að fara með málið til biskups og því er það í okkar verkahring að aðstoða brotaþola með það. Sagan er brotaþola og það er hans að ákveða í hvaða farveg málið fer,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Bíll stóð í ljósum logum í Breiðholtinu Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Sjá meira
Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir bæði biskupsembættið og fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota harðlega fyrir þá málsmeðferð sem fagráðið viðhafði í málum gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju. Telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið farið eftir skýrum reglum um farveg slíkra mála. Úrskurðarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð biskups hafi í einu málinu verið í veigamiklum þáttum ábótavant og ekki í samræmi við meginreglur stjórnsýslulaga. Þar sem sú málsmeðferð er utan verksviðs nefndarinnar í þessu máli verður þó ekki frekar um það fjallað hér. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður séra Ólafs, segir þessa málsmeðferð hafa haft áhrif á umbjóðanda sinn. „Þetta hefur haft mikil og slæm áhrif á umbjóðanda minn og alla sem standa honum nærri og ég hef margoft gagnrýnt framgöngu biskups og meðferðina á málinu. Samkvæmt lögum á að hlúa að öllum aðilum máls.“Óskiljanlegt að fylgja ekki skýrum starfsreglum Í starfsreglum um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar eru fyrirmæli um það í hvaða farveg eigi að beina kvörtunum sem berist fagráði. Þar segir að ef einstaklingur telji sig brotaþola skuli hann fá aðstoð fagráðs. Fagráð aðstoði við að kæra mál til lögreglu eða leggja fyrir úrskurðarnefnd. Hins vegar hefur það tíðkast að biskupi sé skýrt frá málinu en hvergi er gert ráð fyrir þessari málsmeðferð. „Úrskurðarnefnd telur það óskiljanlegt að skýrum starfsreglum um meðferð kynferðisbrota hafi ekki verið fylgt frá því að þær voru settar árið 1998 heldur hafi fagráðið búið til málsmeðferðarfarveg til biskups, sem hvergi er gert ráð fyrir,“ segir í einum úrskurðanna. Þessi málsmeðferð fagráðs er ekki úrskurðarnefndinni að skapi. En nefndin gagnrýnir einnig harðlega verklag biskups. „Þá telur úrskurðarnefndin það umhugsunarefni af hverju biskup taldi sér skylt að taka við máli málshefjanda frá fagráðinu. Ljóst mátt vera að starfsreglur gera ekki ráð fyrir að biskup taki mál sem berast til fagráðsins beint til meðferðar.“ „Fagráð vinnur að málum í samvinnu við brotaþola. Fagráð hlustar á sögu brotaþola, bendir á leiðir sem hægt er að fara og aðstoðar brotaþola. Það var beiðni málshefjanda að fara með málið til biskups og því er það í okkar verkahring að aðstoða brotaþola með það. Sagan er brotaþola og það er hans að ákveða í hvaða farveg málið fer,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Bíll stóð í ljósum logum í Breiðholtinu Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Sjá meira
Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00