Biskup og fagráð eru harðlega gagnrýnd af úrskurðarnefnd Sveinn Arnarsson skrifar 2. mars 2018 07:00 Biskup sætir harðri gagnrýni úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Hún er nú stödd erlendis. Vísir/ANton Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir bæði biskupsembættið og fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota harðlega fyrir þá málsmeðferð sem fagráðið viðhafði í málum gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju. Telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið farið eftir skýrum reglum um farveg slíkra mála. Úrskurðarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð biskups hafi í einu málinu verið í veigamiklum þáttum ábótavant og ekki í samræmi við meginreglur stjórnsýslulaga. Þar sem sú málsmeðferð er utan verksviðs nefndarinnar í þessu máli verður þó ekki frekar um það fjallað hér. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður séra Ólafs, segir þessa málsmeðferð hafa haft áhrif á umbjóðanda sinn. „Þetta hefur haft mikil og slæm áhrif á umbjóðanda minn og alla sem standa honum nærri og ég hef margoft gagnrýnt framgöngu biskups og meðferðina á málinu. Samkvæmt lögum á að hlúa að öllum aðilum máls.“Óskiljanlegt að fylgja ekki skýrum starfsreglum Í starfsreglum um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar eru fyrirmæli um það í hvaða farveg eigi að beina kvörtunum sem berist fagráði. Þar segir að ef einstaklingur telji sig brotaþola skuli hann fá aðstoð fagráðs. Fagráð aðstoði við að kæra mál til lögreglu eða leggja fyrir úrskurðarnefnd. Hins vegar hefur það tíðkast að biskupi sé skýrt frá málinu en hvergi er gert ráð fyrir þessari málsmeðferð. „Úrskurðarnefnd telur það óskiljanlegt að skýrum starfsreglum um meðferð kynferðisbrota hafi ekki verið fylgt frá því að þær voru settar árið 1998 heldur hafi fagráðið búið til málsmeðferðarfarveg til biskups, sem hvergi er gert ráð fyrir,“ segir í einum úrskurðanna. Þessi málsmeðferð fagráðs er ekki úrskurðarnefndinni að skapi. En nefndin gagnrýnir einnig harðlega verklag biskups. „Þá telur úrskurðarnefndin það umhugsunarefni af hverju biskup taldi sér skylt að taka við máli málshefjanda frá fagráðinu. Ljóst mátt vera að starfsreglur gera ekki ráð fyrir að biskup taki mál sem berast til fagráðsins beint til meðferðar.“ „Fagráð vinnur að málum í samvinnu við brotaþola. Fagráð hlustar á sögu brotaþola, bendir á leiðir sem hægt er að fara og aðstoðar brotaþola. Það var beiðni málshefjanda að fara með málið til biskups og því er það í okkar verkahring að aðstoða brotaþola með það. Sagan er brotaþola og það er hans að ákveða í hvaða farveg málið fer,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir bæði biskupsembættið og fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota harðlega fyrir þá málsmeðferð sem fagráðið viðhafði í málum gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju. Telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið farið eftir skýrum reglum um farveg slíkra mála. Úrskurðarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð biskups hafi í einu málinu verið í veigamiklum þáttum ábótavant og ekki í samræmi við meginreglur stjórnsýslulaga. Þar sem sú málsmeðferð er utan verksviðs nefndarinnar í þessu máli verður þó ekki frekar um það fjallað hér. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður séra Ólafs, segir þessa málsmeðferð hafa haft áhrif á umbjóðanda sinn. „Þetta hefur haft mikil og slæm áhrif á umbjóðanda minn og alla sem standa honum nærri og ég hef margoft gagnrýnt framgöngu biskups og meðferðina á málinu. Samkvæmt lögum á að hlúa að öllum aðilum máls.“Óskiljanlegt að fylgja ekki skýrum starfsreglum Í starfsreglum um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar eru fyrirmæli um það í hvaða farveg eigi að beina kvörtunum sem berist fagráði. Þar segir að ef einstaklingur telji sig brotaþola skuli hann fá aðstoð fagráðs. Fagráð aðstoði við að kæra mál til lögreglu eða leggja fyrir úrskurðarnefnd. Hins vegar hefur það tíðkast að biskupi sé skýrt frá málinu en hvergi er gert ráð fyrir þessari málsmeðferð. „Úrskurðarnefnd telur það óskiljanlegt að skýrum starfsreglum um meðferð kynferðisbrota hafi ekki verið fylgt frá því að þær voru settar árið 1998 heldur hafi fagráðið búið til málsmeðferðarfarveg til biskups, sem hvergi er gert ráð fyrir,“ segir í einum úrskurðanna. Þessi málsmeðferð fagráðs er ekki úrskurðarnefndinni að skapi. En nefndin gagnrýnir einnig harðlega verklag biskups. „Þá telur úrskurðarnefndin það umhugsunarefni af hverju biskup taldi sér skylt að taka við máli málshefjanda frá fagráðinu. Ljóst mátt vera að starfsreglur gera ekki ráð fyrir að biskup taki mál sem berast til fagráðsins beint til meðferðar.“ „Fagráð vinnur að málum í samvinnu við brotaþola. Fagráð hlustar á sögu brotaþola, bendir á leiðir sem hægt er að fara og aðstoðar brotaþola. Það var beiðni málshefjanda að fara með málið til biskups og því er það í okkar verkahring að aðstoða brotaþola með það. Sagan er brotaþola og það er hans að ákveða í hvaða farveg málið fer,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00