Erlent

Conway braut siðferðislög

Samúel Karl Ólason skrifar
Kellyanne Conway.
Kellyanne Conway. Vísir/EPA

Kellyanne Conway, starfsmaður Hvíta húss Donald Trump, braut siðferðislög þegar hún lýsti yfir stuðningi við Roy Moore í þingkosningum í Alabama. Nánar tiltekið braut hún lög sem snúa að því að embættismenn megi ekki nota opinbera stöðu sína til að hafa áhrif á kosningar. Samkvæmt eftirlitsaðila ríkisins braut Conway þessi lög tvisvar sinnum í viðtölum við Fox News og CNN.

Trump sjálfur mun þó ákveða hvort og þá hvaða refsingu Conway mun hljóta. Mögulegar refsingar fela í sér brottrekstur, stöðulækkun og sektir.

Samkvæmt frétt AP hefur Hvíta húsið gagnrýnt niðurstöður eftirlitsaðila. Í yfirlýsingu sagði einn af talsmönnum Trump að Conway hefði ekki brotið lög með því að lýsa yfir stuðningi við Moore. Þess í stað hefði hún tjáð þá afstöðu Trump að hann vildi þingmenn sem myndu styðja stefnumál hans.

Þar að auki sagði talsmaðurinn að Conway hefði neitað að svara spurningum um hvort hún vildi lýsa yfir stuðningi við Moore.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conway er sökuð um að hafa brotið siðferðislög. Í fyrra hvatti hún stuðningsmenn forsetans til þess að kaupa vörur dóttur hans, Ivönku Trump. Í kjölfarið bárust þau skilaboð frá Hvíta húsinu að Conway myndi líklega ekki brjóta siðferðislög aftur þar sem hún myndi kynna sér siðferðislög betur.
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.