Enski boltinn

Löw efstur á óskalista Arsenal

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Joachim Löw stýrði Þjóðverjum til heimsmeistaratitils.
Joachim Löw stýrði Þjóðverjum til heimsmeistaratitils. Vísir/Getty
Þrátt fyrir sigur Arsenal á AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeilarinnar í gærkvöld er enn mikil pressa á Arsene Wenger og fjölmiðlar um allan heim keppast við að nefna eftirmann hans.

Samkvæmt Bleacher Report er landsliðsþjálfari Þýskalands, Joachim Löw, efstur á óskalista forráðamanna Arsenal.

Löw hefur stýrt þýska landsliðinu í meira en áratug og er liðið heimsmeistari og freistar þess að verja þann titil í Rússlandi í sumar. Hann er samningsbundin þýska knattspyrnusambandinu út 2020 og er því óvíst að Arsenal nái að lokka hann til Lundúna.



 





Löw og hans menn eru dottnir úr leik.vísir/epa

Tengdar fréttir

Wenger gæti orðið næsti knattspyrnustjóri Gylfa

Dagar Arsene Wenger hjá Arsenal virðast vera taldir þótt franski stjórinn þrjóskist enn við í stjórastólnum á Emirates. Samkvæmt nýjustu sögusögnum frá Englandi þá verður Wenger ekki lengi atvinnulaus verði hann rekinn frá Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×