Erlent

Fannst látinn í kjölfar #metoo ásakana

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Jo Min-ki var sakaður um að hafa brotið á minnst átta konum.
Jo Min-ki var sakaður um að hafa brotið á minnst átta konum. Vísir/EPA

Suðurkóreski leikarinn Jo Min-ki, sem fjöldi kvenna hafa ásakað um kynferðislegt ofbeldi, fannst látinn á heimili sínu í dag. BBC greinir frá.

Jo Min-ki var ásakaður um að brjóta á minnst átta konum. Leikarinn, sem var 52 ára, varð nafntogaður í #metoo hreyfingunni í heimalandinu. Hann var sakaður um að brjóta kynferðislega á nemendum sínum við Cheongju Háskólann þar sem hann hefur kennt síðastliðin ár. 

Min-ki neitaði upphaflega að hafa gert konunum mein en gaf út yfirlýsingu 27. febrúar þar sem hann bað brotaþola afsökunar. „Þetta er allt mér að kenna og engum öðrum,“ sagði hann. „Ég bið öll mín fórnarlömb innilega afsökunar á þeim sársauka sem þær hafa þurft að ganga í gegnum og héðan í frá mun ég ekki forðast félagslegar og lagalegar afleiðingar mistaka minna.“

Leikarinn hefur verið klipptur út úr þáttunum „Children of the small god“ en leikarinn Lee Jae Yong kemur í hans stað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×