Viðskipti erlent

Forstjóri Uber reiknar með fljúgandi leigubílum á næstu árum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Um það bil svona reiknar Uber með að Uber air muni líta út.
Um það bil svona reiknar Uber með að Uber air muni líta út. Mynd/Skjáskot

Forstjóri Uber reiknar með að leigubílafyrirtækið muni nýta sér fljúgandi bíla til þess að þjónusta viðskiptavini á næstu fimm til tíu árum. Reuters greinir frá.

Dara Khosrowshahi, forstjóri Uber, ræddi um möguleikana á nýtingu fljúgandi bíla á fjárfestafundi í Japan. Þar kom meðal annars fram að hann reikni með að fljúgandi bílar verði á endanum hluti af almenningssamgangnaneti borga víða um heim.

Uber hefur á undanförnum árum unnið að þróun fljúgandi bíla undir nafninu Uber Air í samvinnu við NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna. Hlutverk NASA verður að þróa einhvers flugumferðarstjórnunarkerfi fyrir bílana sem líkjast þó meira flugvélum en bílum ef marka má umfjöllun The Verge á síðasta ári.

Leigubílafyrirtækið stefnir á það að kynna Uber Air til leiks í þremur borgum til þess að byrja með. Standa vonir til þess að fyrir árið 2020 verði Uber Air orðið starfandi í Dallas, Los Angeles og Dubai.

Hugmyndin um fljúgandi bíla hefur lengi verið til en enn hafa þeir ekki orðið að veruleika. Alls vinna þó á annan tug fyrirtækja að því að þróa fljúgandi bíla, þar á meðal Boeing og Airbus, sem hingað til hafa einbeitt sér að flugvélum.

Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig Uber sér fyrir sér að Uber Air muni virka.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,11
14
50.451
ICEAIR
2,95
34
234.414
SIMINN
2,83
27
416.767
REGINN
2,29
14
153.964
EIM
2,23
15
226.541

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
-0,39
12
242.543
SYN
-0,23
9
140.003
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.