Erlent

Viðbúnaður í skóla í Ohio eftir að nemandi skaut sig

Kjartan Kjartansson skrifar
Mikil umræða geisar nú um skotvopn í Bandaríkjunum eftir að sautján nemendur við framhaldsskóla á Flórída voru myrtir í skotárás í síðustu viku.
Mikil umræða geisar nú um skotvopn í Bandaríkjunum eftir að sautján nemendur við framhaldsskóla á Flórída voru myrtir í skotárás í síðustu viku. Vísir/AFP
Nemandi í grunnskóla í Ohio í Bandaríkjunum skaut og særði sjálfan sig á salerni skólans í dag. Mikill viðbúnaður var í skólanum en skammt er síðan að sautján nemendur féllu í skotárás í framhaldsskóla á Flórída.

Reuters-fréttastofan segir að enginn annar hafi særst í Jackson Memorial-grunnskólanum í Massillon. Drengurinn, sem er tólf til þrettán ára gamall, hafi komið með byssuna í skólann og einhvers konar reyksprengju eða hvellettu.

Umsátursástand ríkti í skólanum eftir að skotinu var hleypt af en honum var síðan lokað. Lögreglan rannsakar nú hvernig og hvers vegna nemandinn skaut sig og hvort að það hafi verið slys eða með ráðum gert.

Þá liggur ekki fyrir hversu alvarleg sár drengsins eru.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×