Handbolti

Fram og Haukar með stórsigra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnheiður skoraði átta mörk í kvöld.
Ragnheiður skoraði átta mörk í kvöld. vísir/anton
Fram lenti í engum vandræðum með Gróttu á útivelli í Olís-deildinni í kvöld og Haukar rúlluðu yfir Fjölni í sömu deild.

Fram var sjö mörkum yfir í hálfleik, 16-9, og eftirleikurinn varð auðveldur fyrir Safamýrastelpur. Lokatölur 14 marka sigur, 35-21.

Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði átta mörk fyrir Fram og Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sex mörk. Fram er með 28 stig, eins og Haukar, tveimur stigum á eftir Val.

Hjá Gróttu skoraði Lovísa Thompson sjö mörk og Savica Mrkik sex mörk. Grótta er á botninum ásamt Fjölni með fjögur stig.

Haukar unnu stórsigur á Fjölni á Ásvöllum, 39-18, eftir að staðan í hálfleik var 19-8. Haukarnir með 28 stig eins og áður segir.

Þórhildur Braga Þórðardóttir skoraði átta mörk fyrir Hauka og Berta Rut Harðardóttir skoraði sex. Andrea Jacobsen gerði sex fyrir Fjölni.

ÍBV vann svo fimm marka sigur á Selfoss í Eyjum, 28-23, en staða í hálfeik var 15-7. ÍBV er í fjórða sætinu með 26 stig, en Selfoss í sjötta sætinu með sjö stig.

Sandra Erlingsdóttir skoraði sex mörk fyrir ÍBV, en þær Harpa Sólveig Brynjarsdóttir og Hulda Dís Þrastardóttir gerðu sex mörk fyrir Selfoss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×