Erlent

Bein útsending: Fyrsta geimskot SpaceX frá því að Stjörnumaðurinn fór út í geim

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Falcon 9 eldflaug SpaceX er klár í slaginn í Flórída.
Falcon 9 eldflaug SpaceX er klár í slaginn í Flórída. SpaceX
Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX mun skjóta Falcon 9 eldflaug á loft í dag. Um borð er gervihnöttur fyrir spænska herinn. Til stóð að skjóta eldflauginni á loft í gær en fresta þurfti skotinu sökum slæms veðurs.

Er þetta fyrsta geimskot SpaceX frá því að Tesla-bíl Elon Musk, forstjóra fyrirtækisins, og Stjörnumanninum var skotið á loft með Falcon Heavy eldflaug fyrr í mánuðinum.

Áætlað geimskot er klukkan 14.17 að íslenskum tíma og horfa má á geimskotið hér að neðan. Er þetta í annað sinn sem þessarri tilteknu Falcon 9 eldflaug er skotið á loft en hún fór fyrst út í geim í ágúst á síðasta ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×