Viðskipti innlent

National Geographic velur Hótel Húsafell

Stefán Ó. Jónsson skrifar
National Geographic þykir mikið til Hótel Húsafells koma
National Geographic þykir mikið til Hótel Húsafells koma Hótel Húsafell
Hótel Húsafell er á nýjum lista yfir þá gististaði sem „National Geographic Unique Lodges of the World“ vill hafa í sínum röðum.

Hótelið er það fyrsta á Norðurlöndum sem hlotnast þessi heiður en hótelin á lista National Geographic eru sögð eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á sjálfbærni, góða þjónustu við gesti og að vera umvafin stórbrotinni náttúru.

Þá eiga þau það jafnframt sammerkt að vera á „einstökum stöðum í heiminum þar sem gestir geta átt ógleymanlega upplifun í faðmi náttúru og sögu staðarins,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá Hótel Húsafelli.

Haft er eftir hótelstjóranum Unnari Bergþórssyni að útnefningin sé mikill heiður fyrir Hótel Húsafell. „Við teljum okkur reka mjög gott hótel, opnuðum í júlí 2015 og höfum alltaf lagt áherslu á að gestir upplifi faglega þjónustu og þægindi á hótelinu okkar,“ er haft eftir Unnari.

Nánari upplýsingar má nálgast á vef National Geographic.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×