Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 29-31 | Stjarnan sótti sigur í Valshöllina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stjörnumenn fagna í leikslok.
Stjörnumenn fagna í leikslok. Vísir/Andri Marinó
Stjarnan vann hörkusigur á Valsmönnum, 31-29, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Valsmenn voru lengi vel yfir í leiknum en gestirnir frá Garðabæ tóku leikinn yfir undir lokin og unnu sanngjarnan sigur.

Leikmenn Stjörnunnar áttu í raun flestir góðan leik og dreifðist markaskorið til að mynda töluvert. Ari Magnús Þorgeirsson var flottur í liði Stjörnunnar í kvöld og skoraði hann sjö mörk. Anton Rúnarsson var stórkostlegur hjá Val og gerði hann 12 mörk.

Af hverju vann Stjarnan?

Liðið var bara með mun meira bensín á tankinum undir lokin og keyrðu í raun yfir Valsmenn. Allir leikmenn liðsins komu við sögu í leiknum og því voru þeir einfaldlega orkumeiri og vildu þennan sigur meira. Það var eitthvað andleysi yfir Valsmönnum í síðari hálfleiknum. Stjörnumenn virðast vera að toppa á réttum tíma og er þetta fjórði sigurleikurinn í röð hjá liðinu.

Hverjir stóðu upp úr?

Ari Magnús er heldur betur að reynast Stjörnunni vel eftir áramót og hefur hann verið að blómstra. Sveinbjörn Pétursson var frábær í markinu undir lokin og komust Valsmenn illa framhjá honum. Anton Rúnarsson var langbesti leikmaður Vals í kvöld.

Hvað gekk illa?

Varnarleikur Valsmanna hrundi undir lokin og var allt of auðvelt fyrir Stjörnumenn að setja boltann í netið. Það er eitthvað sem Íslandsmeistararnir verða að skoða mjög vel. Stjörnumenn breyttu um vörn síðasta korterið og Valsmenn réðu bara ekki við það.

Hvað er framundan?

Stjarnan er komin í úrslitakeppnina og vilja væntanlega enda deildarkeppnina með stæl. Valsmenn vilja aftur á móti gera allt til þess að enda í topp fjórum og ná heimaleikjaréttinum í 8-liða úrslitunum.

Snorri: Kom algjört bakslag í okkar leik
Snorri Steinn Guðjónsson.Vísir/Andri Marinó
„Við erum bara með ágætis tök á leiknum stóra hluta, en mér fannst við samt sem áður koma illa út í leikinn í síðari hálfleiknum,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir tapið.

„Við finnum engan takt varnarlega allan seinni hálfleikinn og svo þegar þeir breyta um vörn, þá kemur bakslag í okkar leik.“

Snorri segir að liðið hafi einfaldlega ekki verið nægilega gott í kvöld.

„Auðvitað lítur þetta þannig út að við höfum bara haldið að þetta væri komið. Deildin er bara svo svakalega jöfn og menn eiga ekki að leyfa sér að slaka á. Fyrst og fremst vorum við ekki nægilega góðir.“

Hann segir að liðið hafi leyst 3-2-1 vörn Stjörnunnar illa.

„Varnarlega erum við ekki góðir og við fáum á okkur 31 mark hér á heimavelli og það er eitthvað sem við viljum ekki.“

Einar: Ólýsanlega stoltur
Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Andri Marinó
„Það er margt sem við getum glaðst yfir í kvöld. Við vorum undir nánast allan leikinn en sýnum alveg rosalega mikinn karakter og vinnum frábæran sigur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld.

„Við erum að vinna fjórða leikinn í röð og það var greinilega mjög gaman hjá okkur í kvöld. Við erum alltaf að klífa ofar og ofar og okkar leikur er að batna gríðarlega.“

Einar segir að Stjarnan sé að komast hægt og rólega yfir vegginn sem þeir hafa stefnt á allt tímabilið.

„Ég er hrikalega stoltur af strákunum og ég er ólýsanlega stoltur af þeim. Við breyttum um vörn í seinni hálfleik og þeir voru ekki að ráða við það. Svo held ég að við höfum haft meiri orku undir lokin. Ég held að allir mínir leikmenn hafi komið við sögu í leiknum og það sýnir mikinn styrk.“

Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir.

Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Andri Marinó
Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson, dómarar.Vísir/Andri Marinó
Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Andri Marinó
Sverrir Eyjólfsson.Vísir/Andri Marinó
Anton Rúnarsson.Vísir/Andri Marinó
Anton Rúnarsson.Vísir/Andri Marinó
Magnús Óli Magnússon.Vísir/Andri Marinó
Magnús Óli Magnússon.Vísir/Andri Marinó
Magnús Óli Magnússon.Vísir/Andri Marinó
Gult spjald.Vísir/Andri Marinó
Anton Rúnarsson.Vísir/Andri Marinó
Vignir Stefánsson.Vísir/Andri Marinó
Vignir Stefánsson.Vísir/Andri Marinó
Vignir Stefánsson.Vísir/Andri Marinó
Anton Rúnarsson.Vísir/Andri Marinó
Ólafur Ægir Ólafsson.Vísir/Andri Marinó
Guðlaugur ArnarssonVísir/Andri Marinó
Guðlaugur Arnarsson.Vísir/Andri Marinó
Gunnar Óli Gústafsson, dómari.Vísir/Andri Marinó
Egill Magnússon.Vísir/Andri Marinó
Egill Magnússon.Vísir/Andri Marinó
Guðlaugur Arnarsson.Vísir/Andri Marinó
Orri Freyr Gíslason.Vísir/Andri Marinó
Snorri Steinn Guðjónsson.Vísir/Andri Marinó
Bjarki Bóasson, dómari.Vísir/Andri Marinó
Birgir Steinn Jónsson.Vísir/Andri Marinó
Ari Magnús Þorgeirsson.Vísir/Andri Marinó
Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Andri Marinó
Gunnar Óli Gústafsson.Vísir/Andri Marinó
Garðar B. Sigurjónsson.Vísir/Andri Marinó
Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Andri Marinó
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals.Vísir/Andri Marinó
Óskar Bjarni Óskarsson fær gult spjald.Vísir/Andri Marinó
Guðlaugur Arnarsson.Vísir/Andri Marinó
Leó Snær Pétursson.Vísir/Andri Marinó
Garðar B. Sigurjónsson.Vísir/Andri Marinó
Garðar B. Sigurjónsson.Vísir/Andri Marinó
Stiven Valencia.Vísir/Andri Marinó
Óskar Bjarni Óskarsson.Vísir/Andri Marinó
Óskar Bjarni Óskarsson.Vísir/Andri Marinó
Bjarki Bóasson.Vísir/Andri Marinó
Sigurður Ingiberg Ólafsson.Vísir/Andri Marinó
Birgir Steinn Jónsson.Vísir/Andri Marinó
Birgir Steinn Jónsson.Vísir/Andri Marinó
Vignir Stefánsson.Vísir/Andri Marinó
Sigurður Ingiberg Ólafsson.Vísir/Andri Marinó
Óskar Bjarni Óskarsson.Vísir/Andri Marinó
Sigurður Ingiberg Ólafsson.Vísir/Andri Marinó
Sveinn Aron Sveinsson.Vísir/Andri Marinó
Sigurður Ingiberg Ólafsson.Vísir/Andri Marinó
Sveinbjörn Pétursson.Vísir/Andri Marinó
Magnús Óli Magnússon.Vísir/Andri Marinó
Ólafur Ægir Ólafsson.Vísir/Andri Marinó
Ólafur Ægir Ólafsson.Vísir/Andri Marinó
Ólafur Ægir Ólafsson.Vísir/Andri Marinó
Ryuto Inage.Vísir/Andri Marinó
Alexander Örn Júlíusson.Vísir/Andri Marinó
Sigurður Ingiberg Ólafsson.Vísir/Andri Marinó
Áhorfendur. Stuðningsmenn Stjörnunnar.Vísir/Andri Marinó
Egill Magnússon.Vísir/Andri Marinó
Bjarki Már Gunnarsson.Vísir/Andri Marinó
Hörður Kristinn Örvarsson.Vísir/Andri Marinó
Ryuto Inage.Vísir/Andri Marinó
Snorri Steinn Guðjónsson.Vísir/Andri Marinó
Snorri Steinn Guðjónsson.Vísir/Andri Marinó
Sveinbjörn Pétursson.Vísir/Andri Marinó
Aron Dagur Pálsson.Vísir/Andri Marinó
Ari Magnús Þorgeirsson.Vísir/Andri Marinó
Bjarki Már Gunnarsson.Vísir/Andri Marinó
Bjarki Bóasson, dómari.Vísir/Andri Marinó
Einar Jónsson.Vísir/Andri Marinó
Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Andri Marinó
Aron Dagur Pálsson.Vísir/Andri Marinó
Einar Jónsson og Vilhjálmur Halldórsson.Vísir/Andri Marinó
Sveinbjörn Pétursson.Vísir/Andri Marinó
Garðar B. Sigurjónsson.Vísir/Andri Marinó
Stjörnumenn fagna.Vísir/Andri Marinó
Stjörnumenn fagna.Vísir/Andri Marinó
Stjörnumenn fagna.Vísir/Andri Marinó
Stjörnumenn fagna. Vilhjálmur Halldórsson.Vísir/Andri Marinó
Ari Magnús Þorgeirsson.Vísir/Andri Marinó
Stjörnumenn fagna.Vísir/Andri Marinó
Garðar B. Sigurjónsson.Vísir/Andri Marinó
Bjarki Már Gunnarsson.Vísir/Andri Marinó
Andri Hjartar Grétarsson.Vísir/Andri Marinó
Andri Hjartar GrétarssonVísir/Andri Marinó
Leó Snær Pétursson.Vísir/Andri Marinó
Bjarki Már Gunnarsson.Vísir/Andri Marinó
Andri Hjartar Grétarsson.Vísir/Andri Marinó

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira