Menning

Jo Nesbø trónir á toppi metsölulistans

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þorsti er ellefta sagan um lögreglumanninn Harry Hole.
Þorsti er ellefta sagan um lögreglumanninn Harry Hole. Vísir/Getty

Norski rithöfundurinn Jo Nesbø trónir á toppi metsölulista Eymundsson sem byggður er á sölu verslana fyrirtækisins dagana 21. – 27. febrúar og er ljóst að landsmönnum hefur þótt viðeigandi að lesa nýjustu skáldsögu rithöfundarins, Þorsta, á meðan lægðirnar gengu yfir landið.

Norrænar glæpasögur hafa náð gríðarlega miklum vinsældum síðustu ár en hin einstaka veðrátta í Skandinavíu, sem er sögusviðið, á sinn þátt í að skapa ákveðna stemningu við lesturinn.

Á eftir Nesbø fylgir skáldsagan Þitt annað líf, eftir Raphaëlle Giordano, en Ólöf Pétursdóttir sá um þýðingu á verkinu. Í þriðja sæti er Uppruni eftir Dan Brown og í fjórða sæti er Það sem að baki býr eftir Merete Pryds Helle.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.