Erlent

Hinrik prins látinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Heilsu Hinriks hafði hrakað hratt á undanförnum dögum,
Heilsu Hinriks hafði hrakað hratt á undanförnum dögum, VÍSIR/AFP

Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar er látinn, 83 ára að aldri. Hann andaðist í svefni átján mínútur yfir tólf í nótt að íslenskum tíma í höllinni í Fredensborg á Norður-Sjálandi.

Margrét Þórhildur drottning var viðstödd þegar hann skildi við, ásamt sonum þeirra Friðriki krónprins og Jóakim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku hirðinni. Hinrik var fluttur frá Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn til Fredensborgar kastala að eigin ósk en kastalinn hefur í raun verið hið raunverulega heimili þeirra hjóna þótt opinberi bústaðurinn sé í Amalíuborg.

Síðasta föstudag var það gefið út að ástand Hinriks hefði versnað en hann hefur legið á spítala síðan í byrjun árs. Friðrik krónprins sneri heim frá Suður-Kóreu þar sem hann var viðstaddur Ólympíuleikana til þess að geta verið með föður sínum síðustu dagana.

Hinn franskættaði Hinrik prins var fæddur 11. júní 1934. Hann kvæntist Margréti Þórhildi árið 1967. Hann lét af konunglegum skyldum árið 2016. 
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.