Innlent

Sparkaði í erlenda ferðamenn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Maðurinn var handtekinn við Lækjartorg, þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur stendur.
Maðurinn var handtekinn við Lækjartorg, þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur stendur. VÍSIR/VALLI

Karlmaður í annarlegu ástandi réðst á erlenda ferðamenn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Hafði hann gengið um og sparkað í þá að sögn lögreglu, sem handtók hann við Lækjartorg á tíunda tímanum.

Þegar leitað var á manninum fundust í fórum hans það sem lögreglan telur vera fíkniefni. Ekkert vitrænt fékkst upp úr manninum og var hann því fluttur í fangaklefa á Hverfisgötu þar sem hann hefur mátt dúsa í nótt. Hann verður síðan yfirheyrður þegar æðið rennur af honum.

Ferðamennirnir sem urðu fyrir barðinu á manninum hyggjast ekki ætla að fylgja málinu eftir þar sem þeir eiga flug frá landinu í dag. Ekki fylgir sögunni hvort þeir séu slasaðir eftir árásina en ætla má að svo sé ekki.

Þrír ökumenn voru einnig stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna. Þá reyndist ökumaður vera án réttinda og var því beðinn um að stöðva bifreiðina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.