Sport

Hvað eru þessar plöntur að flækjast fyrir í skíðastökkinu?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hérna má sjá stökkvara í PeyongChang lenda í kringum plönturnar.
Hérna má sjá stökkvara í PeyongChang lenda í kringum plönturnar. vísir/getty
Þeir sem fylgjast með skíðastökkinu á Vetrarólympíuleikunum hafa örugglega spurt sjálfan sig að því af hverju í fjandanum það séu plöntur að koma upp úr snjónum?

Er ástæðan að þær hjálpi til við að mæla lengd stökksins? Er grasið svona gróft undir eða er verið að rækta jólatré þarna? Allt eðlilegar spurningar sem geta gert mann brjálaðan við að horfa á stökkkeppnina.

Eins og oftast í svona málum er svarið ekki eins spennandi og maður hafði vonað.

Plönturnar eru þarna til þess að hjálpa stökkvurunum að skynja hvar jörðin sé. Jú, þeir eru að hoppa yfir 100 metra á hátt í 100 km/klst. Ef allt er eingöngu hvítt undir þeim verður erfiðara fyrir þá að skynja hvar jörðin sé. Þá vitið þið það.

Þó svo plönturnar séu sumar hverjar merkilega stórar þá hefur ekki enn hlotist slys vegna þeirra. Það hefur enginn krækt illa í þær og dottið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×