Erlent

Fimmtán Rússar fórust þegar vopnabúr sprakk í Sýrlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Sýrlenski stjórnarherinn, með aðstoð rússneskra málaliða, hefur náð yfirráðum yfir svæðum í norðausturhluta landsins á síðustu vikum.
Sýrlenski stjórnarherinn, með aðstoð rússneskra málaliða, hefur náð yfirráðum yfir svæðum í norðausturhluta landsins á síðustu vikum. Vísir/AFP
Fimmtán rússneskir málaliðar létu lífið í Sýrlandi í gær þegar vopnabúr sprakk í loft upp í bækistöð þeirra.

Guardian greinir frá málinu. Mennirnir störfuðu fyrir einkafyrirtæki sem sér um að vernda olíusvæði sem eru undir stjórn Sýrlandsforseta í norðausturhluta landsins, í Deir Ezzor héraði.

Þetta hefur AFP fréttastofan eftir talsmanni samtakanna Syrian Observatory for Human Rights.

Olíusvæðið var áður undir stjórn uppreisnarmanna og er talið að málaliðarnir hafi verið að reyna að komast inn í vopnabúrið þegar það hafi sprungið í loft upp eftir að uppreisnarmennirnir hafi komið þar fyrir sprengju áður en þeir hörfuðu.

Sýrlenski stjórnarherinn, með aðstoð rússneskra málaliða, hefur náð yfirráðum yfir svæðum í þessum hluta landsins síðustu vikur sem áður var undir stjórn Sýrlenska lýðveldishersins, eða SDF, sem samanstendur af Aröbum og Kúrdum og nýtur liðsinnis Bandaríkjahers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×