Viðskipti erlent

Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Rauðar tölur voru áberandi í Kauphöllinni í New York í dag.
Rauðar tölur voru áberandi í Kauphöllinni í New York í dag. Vísir/Getty

Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði í dag um 1175 stig eða 4,6 prósent. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í september árið 2008.

Metið var áður frá 29. september 2008 þegar vísitalan lækkaði um 777,68 stig á einum degi. Er lækkunin í dag mesta lækkun vísitölunnar á einum degi frá upphafi í stigum talið, en ekki hlutfallslega. 

Dýfa dagsins markar viðsnúning frá þróun vísitölunnar í janúar þegar hún náði 25.000 og 26.000 stigum.

Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hefur verið að hækka almennt síðustu mánuði og hækkaði Dow Jones um meira en 25 prósent á síðast ári. Raunar var óvenjulítið um óróleika á hlutabréfamarkaði árið 2017.

„Það verður meiri óstöðugleiki á mörkuðum í ár,“ segir Andrew Wilson, framkvæmdastjóri eignastýringar hjá Goldman Sachs bankanum, í samtali við BBC.

Lækkunin hefur haft áhrif á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Nasdaq vísitalan lækkaði til að mynda um 3,7 prósent í dag og FTSE vísitalan um 1,46 prósent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,11
14
50.451
ICEAIR
2,95
34
234.414
SIMINN
2,83
27
416.767
REGINN
2,29
14
153.964
EIM
2,23
15
226.541

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
-0,39
12
242.543
SYN
-0,23
9
140.003
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.