Hátt í hundrað börn fá hjálp úr atvinnulífinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. febrúar 2018 06:00 Björgvin Ingibergsson starfar hjá Tölvuteki eftir hádegi á miðvikudögum og kann því vel. Fyrirtækin sem taka þátt eru fjölbreytt. Vísir/Anton Brink „Ég byrjaði í ágúst og kann mjög vel við mig,“ segir Björgvin G. Ingibergsson. Hann er nemandi í 10. bekk Háaleitisskóla. Hluta úr skólatímanum starfar hann í versluninni Tölvutek. Þar hefur hann bæði fengið að vinna á verkstæðinu og í ráðgjöf við kúnna eftir hádegi á miðvikudögum. Hann segir hvort tveggja henta sér, en þó sé skemmtilegra í versluninni. „Mér líkar best við mig hér að hjálpa fólki. Ég spila rosalega mikið tölvuleiki og á auðvelt með að leiðbeina fólki að því sem það er að leita að hérna,“ segir hann. Björgvin er þátttakandi í verkefninu Atvinnutengt nám sem Reykjavíkurborg býður upp á í samstarfi við atvinnulífið. Þar er nemendum gefið tækifæri á að kynnast atvinnulífinu. Markmiðið er að mæta þeim nemendum sem líður illa í skóla og eiga undir högg að sækja félagslega. Þá er markmiðið að bæta líðan nemenda, að styrkja sjálfsmynd þeirra og vinna með umhverfislæsi þeirra. Börnin geta unnið allt að fjórar klukkustundir á viku, en ein klukkustund jafngildir 1,5 kennslustundum. Á hverjum vinnustað njóta þau leiðsagnar verkstjóra eða annarra starfsmanna. Arna Hrönn Aradóttir, hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, er verkefnastjóri Atvinnutengds náms. „Það sem við erum að vinna í núna er að fá meira samstarf við atvinnulífið af því að núna er ég með 25 krakka á biðlista og ég fæ ekki pláss fyrir þau. Mig vantar fleiri fyrirtæki.“ Núna eru 85 grunnskólabörn í Atvinnutengdu námi og hefur eftirspurn aukist verulega eftir áramót. „Þetta er oftast mætingarvandi og það er skólaleiði hjá 9. og 10. bekk. Börnin einangrast félagslega og þetta er kvíði,“ segir Arna um ástæður þess að nemendur sækja í þetta úrræði. Börnin þurfi að fá tækifæri til að efla sig á öðrum vettvangi en í skólanum. Reykjavíkurborg greiðir nemendunum fyrir vinnuna og fær nemandi í 9. bekk 600 krónur en nemandi í 10. bekk fær 800 krónur. Fyrirtækin sem taka þátt í verkefninu með því að bjóða börnum vinnu eru fjölbreytt. Arna segir athuganir benda til þess að nemendur sem þiggja þetta úrræði hafi valið að fara í iðnnám að lokum grunnskóla frekar en að hætta í skóla. „Kokkanám, bifvélavirkjun, málmsmíði og þar fram eftir götunum,“ segir hún.Uppfært klukkan 10:25Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Björgvin væri í Hvassaleitisskóla. Hið rétta er að hann er í Háaleitisskóla. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
„Ég byrjaði í ágúst og kann mjög vel við mig,“ segir Björgvin G. Ingibergsson. Hann er nemandi í 10. bekk Háaleitisskóla. Hluta úr skólatímanum starfar hann í versluninni Tölvutek. Þar hefur hann bæði fengið að vinna á verkstæðinu og í ráðgjöf við kúnna eftir hádegi á miðvikudögum. Hann segir hvort tveggja henta sér, en þó sé skemmtilegra í versluninni. „Mér líkar best við mig hér að hjálpa fólki. Ég spila rosalega mikið tölvuleiki og á auðvelt með að leiðbeina fólki að því sem það er að leita að hérna,“ segir hann. Björgvin er þátttakandi í verkefninu Atvinnutengt nám sem Reykjavíkurborg býður upp á í samstarfi við atvinnulífið. Þar er nemendum gefið tækifæri á að kynnast atvinnulífinu. Markmiðið er að mæta þeim nemendum sem líður illa í skóla og eiga undir högg að sækja félagslega. Þá er markmiðið að bæta líðan nemenda, að styrkja sjálfsmynd þeirra og vinna með umhverfislæsi þeirra. Börnin geta unnið allt að fjórar klukkustundir á viku, en ein klukkustund jafngildir 1,5 kennslustundum. Á hverjum vinnustað njóta þau leiðsagnar verkstjóra eða annarra starfsmanna. Arna Hrönn Aradóttir, hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, er verkefnastjóri Atvinnutengds náms. „Það sem við erum að vinna í núna er að fá meira samstarf við atvinnulífið af því að núna er ég með 25 krakka á biðlista og ég fæ ekki pláss fyrir þau. Mig vantar fleiri fyrirtæki.“ Núna eru 85 grunnskólabörn í Atvinnutengdu námi og hefur eftirspurn aukist verulega eftir áramót. „Þetta er oftast mætingarvandi og það er skólaleiði hjá 9. og 10. bekk. Börnin einangrast félagslega og þetta er kvíði,“ segir Arna um ástæður þess að nemendur sækja í þetta úrræði. Börnin þurfi að fá tækifæri til að efla sig á öðrum vettvangi en í skólanum. Reykjavíkurborg greiðir nemendunum fyrir vinnuna og fær nemandi í 9. bekk 600 krónur en nemandi í 10. bekk fær 800 krónur. Fyrirtækin sem taka þátt í verkefninu með því að bjóða börnum vinnu eru fjölbreytt. Arna segir athuganir benda til þess að nemendur sem þiggja þetta úrræði hafi valið að fara í iðnnám að lokum grunnskóla frekar en að hætta í skóla. „Kokkanám, bifvélavirkjun, málmsmíði og þar fram eftir götunum,“ segir hún.Uppfært klukkan 10:25Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Björgvin væri í Hvassaleitisskóla. Hið rétta er að hann er í Háaleitisskóla.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira