Viðskipti innlent

74 milljörðum hærri framlög

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Búist er við því að stöðugleikaframlög á árinu nemi 63 milljörðum króna.
Búist er við því að stöðugleikaframlög á árinu nemi 63 milljörðum króna.
Áætlað er að verðmæti stöðugleikaeigna ríkisins í árslok verði um fimmtungi meira en áætlað var í ársbyrjun 2016. Verðmætaaukning ríkissjóðs vegna þessa er tæplega 74 milljarðar króna.

Með setningu laga árið 2015 var heimilað að slitabú fallinna fjármálafyrirtækja gætu greitt stöðugleikaframlag í stað stöðugleikaskatts. Var lagasetningin liður í losun fjármagnshafta. Ætlað virði þeirra í janúar 2016 var rúmir 384 milljarðar.

Andvirði stöðugleikaeigna sem búið er að innleysa, og leggja inn á þar til gerðan reikning í Seðlabankanum, nemur 207,5 milljörðum króna. Búist er við því að stöðugleikaframlög á árinu nemi 63 milljörðum króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×