Enski boltinn

Pep: Ekki hægt að lýsa Aguero

Dagur Lárusson skrifar
Pep segist ekki þurfa annan framherja.
Pep segist ekki þurfa annan framherja. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var að vonum ánægður eftir sigur sinna manna gegn Newcastle í gær og var hann sérstaklega ánægður með frammistöðu Aguero en hann fór fögrum orðum um framherjann.

Aguero skoraði sína sjöundu þrennu fyrir Manchester City síðan hann kom til liðsins árið 2011.

„Við munum ekki kaupa framherja því við erum með Aguero og eftir tvær vikur erum við aftur með Gabriel Jesus.“

„Aguero er með sérstaka hæfileika og sýndi það sig fyrir fyrsta markið hans en þá var hann nánast ekki búinn að snerta boltann í leiknum. Það er ómögulega hægt að lýsa því hversu góður hann er í raun og veru, ég er svo ánægður fyrir hans hönd.“

Guardiola var sérstaklega ánægður eftir þennan leik þar sem hann taldi þetta vera fullkomin viðbrögð eftir tapið gegn Liverpool síðustu helgi.

„Ég sagði eftir leikinn fyrir viku að við þurftum á svona úrslitum að halda til þess að átta okkur á því hversu langt við værum komnir og hvað við værum búnir að gera, ég er svo ánægður,“ sagði Pep.


Tengdar fréttir

Pep: Stöðuleiki félagsins er það mikilvægasta

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það hafi verið mikilvægt fyrir stöðuleika liðsins að félagið hafið sleppt því að keppa við Manchester United um Alexis Sanchez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×