Meistaradeildin og Evrópudeildin áfram á Stöð 2 Sport Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2018 11:26 Real Madrid bar sigur úr býtum í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. Vísir/Getty Fjarskipti hf. og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafa komist að samkomulagi um að Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA verði áfram sýnd á Stöð 2 Sport. Nýr samningur gildir frá keppnistímabilinu sem hefst 2018 og til loka tímabilsins 2021. Báðar keppnir hafa verið sýndar á Stöð 2 Sport og forverum hennar undanfarna áratugi. Tíu beinar útsendingar verða frá hverri umferð í Meistaradeild Evrópu auk þess sem að öllum leikjum verða gerð skil í samantektarþáttum sem og upphitunarþáttum á Stöð 2 Sport. Þá verður leikjum Evrópudeildar UEFA áfram gerð góð skil eins og áður. Hér fyrir neðan má lesa fréttatilkynningu sem var send í morgun vegna samningsins. „Meistaradeildin og Evrópudeild UEFA áfram á Stöð 2 sport UEFA og Fjarskipti hf./Stöð 2 Sport hafa náð samkomulagi um áframhaldandi samstarf um Meistaradeild Evrópu í fótbolta og verður keppnin sýnd á sportstöðvum Stöðvar 2 líkt og undanfarin ár. Samningurinn er til þriggja ára. Alls verða 10 beinar útsendingar frá hverri umferð, ásamt samantektarþáttum, sýndar á Stöð 2 Sport. Að auki var einnig samið um sýningarréttinn á Evrópudeild UEFA fyrir sama tímabil. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport sýnir beint frá öllum helstu leikjunum í Meistaradeild Evrópu og sjónvarpsþætti með ítarlegri umfjöllun um hverja leikviku. Meistaradeild Evrópu er óumdeilanlega sterkasta keppni félagsliða í heiminum og hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim. „Við fögnum því að geta áfram boðið áhorfendum Stöðvar 2 sport upp á markaveislu í beinni og ítarlegar skýringar okkar bestu íþróttaskýrenda á eftir. Það var okkur mikið kappsmál að halda meistaradeildinni á Stöð 2 Sport enda viljum við bjóða áhorfendum okkar þar upp á það besta sem gerist í íþróttaheiminum. Það segir sína sögu að leikmenn og þjálfarar stærstu liða í heimi telja þátttöku í Meistaradeildinni til mestu afreka sem hægt er að áorka í knattspyrnu. Samstarf Stöð 2 Sport og UEFA hefur verið langt og farsælt og það er okkur sérstök ánægja að áframhald verði á því,“ segir Björn Víglundsson framkvæmdastjóri Miðla Fjarskipta hf. Líkt og undanfarin ár mun Stöð 2 Sport einnig sýna helstu leikina í Evrópudeildinni, áður Evrópukeppni félagsliða, í beinni útsendingu og sjónvarpsþætti með samantekt á öllum leikjum hverrar umferðar. Fyrirkomulag og umfang Evrópudeildarinnar hefur tekið miklum breytingum og vegur hennar sem sjónvarpsefnis í Evrópu vaxið hratt samhliða. Það er yfirlýst markmið UEFA að Evrópudeildin nái sömu stærðargráðu og Meistaradeild Evrópu og Stöð 2 Sport kappkostar áfram að gera báðum keppnum hátt undir höfði. Þjónusta Miðla Fjarskipta hf. við áhugamenn um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina verður aukin á komandi leiktíð. Sýningarrétturinn nær einnig til dreifingar efnisins á netinu og um farsíma og tryggir þannig knattspyrnuáhugamönnum á Íslandi fjölbreyttari aðgang að efninu, en mikill vöxtur hefur verið í nýtingu sambærilegrar þjónustu á netinu og um farsíma frá Ensku úrvalsdeildinni á undanförnum misserum.“ Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Fjarskipti hf. og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafa komist að samkomulagi um að Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA verði áfram sýnd á Stöð 2 Sport. Nýr samningur gildir frá keppnistímabilinu sem hefst 2018 og til loka tímabilsins 2021. Báðar keppnir hafa verið sýndar á Stöð 2 Sport og forverum hennar undanfarna áratugi. Tíu beinar útsendingar verða frá hverri umferð í Meistaradeild Evrópu auk þess sem að öllum leikjum verða gerð skil í samantektarþáttum sem og upphitunarþáttum á Stöð 2 Sport. Þá verður leikjum Evrópudeildar UEFA áfram gerð góð skil eins og áður. Hér fyrir neðan má lesa fréttatilkynningu sem var send í morgun vegna samningsins. „Meistaradeildin og Evrópudeild UEFA áfram á Stöð 2 sport UEFA og Fjarskipti hf./Stöð 2 Sport hafa náð samkomulagi um áframhaldandi samstarf um Meistaradeild Evrópu í fótbolta og verður keppnin sýnd á sportstöðvum Stöðvar 2 líkt og undanfarin ár. Samningurinn er til þriggja ára. Alls verða 10 beinar útsendingar frá hverri umferð, ásamt samantektarþáttum, sýndar á Stöð 2 Sport. Að auki var einnig samið um sýningarréttinn á Evrópudeild UEFA fyrir sama tímabil. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport sýnir beint frá öllum helstu leikjunum í Meistaradeild Evrópu og sjónvarpsþætti með ítarlegri umfjöllun um hverja leikviku. Meistaradeild Evrópu er óumdeilanlega sterkasta keppni félagsliða í heiminum og hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim. „Við fögnum því að geta áfram boðið áhorfendum Stöðvar 2 sport upp á markaveislu í beinni og ítarlegar skýringar okkar bestu íþróttaskýrenda á eftir. Það var okkur mikið kappsmál að halda meistaradeildinni á Stöð 2 Sport enda viljum við bjóða áhorfendum okkar þar upp á það besta sem gerist í íþróttaheiminum. Það segir sína sögu að leikmenn og þjálfarar stærstu liða í heimi telja þátttöku í Meistaradeildinni til mestu afreka sem hægt er að áorka í knattspyrnu. Samstarf Stöð 2 Sport og UEFA hefur verið langt og farsælt og það er okkur sérstök ánægja að áframhald verði á því,“ segir Björn Víglundsson framkvæmdastjóri Miðla Fjarskipta hf. Líkt og undanfarin ár mun Stöð 2 Sport einnig sýna helstu leikina í Evrópudeildinni, áður Evrópukeppni félagsliða, í beinni útsendingu og sjónvarpsþætti með samantekt á öllum leikjum hverrar umferðar. Fyrirkomulag og umfang Evrópudeildarinnar hefur tekið miklum breytingum og vegur hennar sem sjónvarpsefnis í Evrópu vaxið hratt samhliða. Það er yfirlýst markmið UEFA að Evrópudeildin nái sömu stærðargráðu og Meistaradeild Evrópu og Stöð 2 Sport kappkostar áfram að gera báðum keppnum hátt undir höfði. Þjónusta Miðla Fjarskipta hf. við áhugamenn um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina verður aukin á komandi leiktíð. Sýningarrétturinn nær einnig til dreifingar efnisins á netinu og um farsíma og tryggir þannig knattspyrnuáhugamönnum á Íslandi fjölbreyttari aðgang að efninu, en mikill vöxtur hefur verið í nýtingu sambærilegrar þjónustu á netinu og um farsíma frá Ensku úrvalsdeildinni á undanförnum misserum.“
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira