Golf

Keppni hafin að nýju hjá Ólafíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og kollegar hennar fá ekkert draumaveður á Paradísareyju.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og kollegar hennar fá ekkert draumaveður á Paradísareyju. mynd/golf.is/gabe roux
Keppni er hafin á nýjan leik á Pure Silk LPGA-mótinu sem nú stendur yfir á Bahama-eyjum. Þetta er fyrsta mót tímabilsins á LPGA-mótaröðinni.

Fresta þurfti leik í gærmorgun vegna veðurs en afar hvasst er á eyjunum þessa helgina. Vindhviður náðu yfir 20 m/s í gær og í morgun.

Eftir nokkrar frestanir í morgun hófst keppni á nýjan leik klukkan 16.15. Ólafía ræsir út klukkan 18.31 en bein útsending hefst á Golfstöðinni klukkan 20.30.

Ólafía Þórunn er við niðurskurðarlínuna þegar þetta er skrifað en hún var á fjórum höggum yfir pari eftir fyrsta keppnisdaginn.

Ákveðið hefur verið að stytta mótið um einn hring og stefna að því að klára 54 holur á morgun, sunnudag. Niðurskurðurinn fer fram eftir núverandi keppnishring.


Tengdar fréttir

Keppni hefst aftur á Bahamas

Keppni mun hefjast að nýju á Pure Silk LPGA mótinu nú klukkan 16:15, en ekkert hefur verið spilað á mótinu í rúman sólarhring vegna veðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×