Handbolti

Guðmundur og Barein þurftu að sætta sig við silfur

Dagur Lárusson skrifar
Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson vísir/getty
Guðmundur Guðmundsson og hans menn í Barein töpuðu í úrslitaleik Asíumótsins nú í morgun gegn liði Katar 33-31.

Barein byrjaði leikinn vel og var marki yfir í hálfleik 18-17 og var mikið jafnræði með liðunum. Í seinni hálfleiknum náði Katar þó góðum kafla og komst fjórum mörkum yfir þegar rétt um átta mínútur voru eftir af leiknum.

Að lokum var það Katar sem fór með sigur af hólmi en markvörður þeirra, Daniel Saric, reyndist Barein erfiður í leiknum.

Þessi úrslit þýða að Guðmundur og Barein verða að sætta sig við silfurverðlaun en þetta er í þriðja skiptið í röð þar sem Barein tapar fyrir Katar í úrslitum Asíumótsins. Eftir árangurinn á mótinu er Barein öruggt á á HM 2019.


Tengdar fréttir

Guðmundur kominn í úrslit á Asíumótinu

Barein, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, komst í morgun í úrslit Asíumótsins í handbolta er liðið vann sigur á Sádi Arabíu, 24-22, í undanúrslitaleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×